Jæja nú er rúm vika síðan ég sigraði Gógó svo eftirminnilega í Singstar í öngu öðru lagi en The Winner Takes it All, ehhemm :)
Lífið hérna úti er farið að ganga sinn vanagang ekki að það að það gerði það ekki fyrsta daginn sem ég kom hingað út, nóg er að gera í skólanum og svo er ég að vinna að sýningu þar sem ég er Associate producer. Sýningin heitir 4.48 Psychosis og er mjög dimmt verk sem höfundur verksins skrifar rétt áður en hún fremur sjálfsmorð, þótt ótrúlegt megi virðast þá er verkið einstaklega vel skrifað, auðvitað er það frekar þungt en á köflum bjartsýnt og fyndið, á köflum! Frumsýning á verkinu er 22. janúar þannig að það styttist í þetta. Til gamans má geta að Borgarleikhúsið er einmitt að setja upp öll verk þessarar konu í febrúar held ég.
Svo er hefur ekki mikið annað verið í gangi ég er búin að fara tvisvar inn til London annað skiptið til þess að versla smá og hitt var um helgina þar sem ég og Hreiðar fengum okkur æðisgengin mat og haldið ykkur nú.....
Í HVERFINU ÞAR SEM COLIN FIRTH BÝR ég er á leiðinni þangað á morgun til þess að sjá Edda Klippikrumlu sem ballet held ég en kannski finn ég Colin og næ auga hans og þegar það er komið í höfn þá tek ég formlega upp nafnið Stefanía Sigurðardóttir Firth því hann mun vilja giftast mér.
Vonandi hafið þið það öll gott og þangað til næst
Stella
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hey! Ég er alltaf að segja þér að blái mækinn var BILAÐUR! Eða þá að ég er bara svona glötuð í Singstar :þ Ætti kannski að reyna að æfa mig fyrir næstu keppni!
Mér líst mjög vel á að fá Colin Firth í familíuna og AUÐVITAÐ mun hann vilja giftast þér!!! Og ég mun syngja í brúðkaupinu ykkar. Lilja dansar, Anna les kortið hennar upp (sem mun taka ca. 45 mínútur) og Ebba tekur eftirhermu (nefni ekkert nafn....). Líst þér ekki vel á þetta plan?
Gangi þér vel í skólanum gullið mitt. Kossar og knús frá Gógó frænku.
Singstar keppnin hjá okkur var ekkert smá skemmtileg og það verður ekki síður gaman næst þegar við hittumst í þeirri keppninni! Við erum ábyggilega allar að æfa okkur á laun :)
Ó já, ég hefði sko EKKERT á móti því að fá hann Colin Flirth inn í okkar fjölskyldu :) Hann er algert æði maðurinn sá!!
Og hvaða skot var þetta um kortið mitt sem ég mun lesa í brúðkaupinu ykkar?? Sko, ég ætla bara að láta ykkur vita það, að ég skrifa bara það sem mér liggur á hjarta hverju sinni í kortin til ykkar! Verið bara ánægðar með að ég skuli yfirhöfuð nenna að skrifa á kort til ykkar :) Bíðið bara eftir næstu kortum frá mér he he :)
Annars segi ég bara gangi þér vel í skólanum elskan mín og mikið held ég að það sé gaman hjá þér! Þú stendur þig eins og hetja skvísan mín og það er sko gaman að fylgjast með þér þarna úti. Hafðu það sem best og við heyrumst bráðlega. Knús og kram og ástarkveðjur frá Önnu frænku þinni sem ELSKAR að skrifa á kort :)
haha afsakanir afsakanir Gógó mín, næst máttu vera með rauða:)
Jú veistu mér líst svakalega vel á þetta plan Gógó ræði þetta við Colin um helgina bara.
Singstar um páskana bókað
Colin Firth? Er hann sætur?
Colin Firth hefur bara náð hjarta mínu sem Mr. Darcy í Hroki og hleypidómar og sem Mr. Darcy í Bridget Jones og svo var hann líka unaðslegur í Love actually. Svo er hann bara eitthvað svo dásamlegur
Ég ætlast til tess ad ég verdi kynnt formlega sem fyrst fyrir manninum tínum frú Stella Flirth ;)
Svona madur hlýtur ad eiga fallega vini svo eg stóla á tig hehe
Ja Hugh og hann eru miklir vinir eda Jude. Hvorn viltu Sella eg redda thessu
Post a Comment