Tuesday, October 7, 2008

Staðan í dag

Jæja nú er mánuður síðan ég flutti til London, ótrúlegt en satt, mér finnst þetta nú hafa verið lengri tími en það er ekki aðalatriðið tíminn er farinn að líða frekar hratt núna. Mamma og Ebba koma í hádeginu á morgun og ég er nú ekkert smá spennt að fá að hitta þær. Við gerum eflaust eitthvað stórskemmtilegt kíkjum á markaði, kaffihús og kannski löbbum um fögru London.

Ástandið á Íslandi er ekki gott en eins og þið kannskið vitið þá veit ég að réttur maður er að halda utan um málin og þetta verður allt í lagi. En við stöndum saman eins og Íslendingar þá verður þetta allt í lagi.

Ég rakst á þetta á bloggi hjá Guffa vini mínum úr flokknum. Þetta er myndband frá Dúndurfréttum held ég alveg örugglega þarna eru amk. Matti Matt,Pétur Jesú og Einar gítarleikari með meiru. Njótið þess að horfa á þetta, þetta er eitthvað sem allir eiga að hlusta á.

Segi meira frá London næst.

Ykkar Stella

8 comments:

Anna frænka said...

Elsku Stella mín! Ég get sko ekki tekið undir orð þín um að það sé réttur maður sem heldur um málin hérna! En ég ætla ekki út í stjórnmálaumræður enda verð ég þá svo æst! Hins vegar eru mamma þín og Ebba á leiðinni yfir til þín núna og vá hvað verður gaman hjá ykkur! Þið eigið eftir að mála London rauða :) Hlakka til að lesa bloggið þitt um heimsókn þeirra og samverustundir ykkar. Njóttu þess í botn að vera með þeim! Knús og kram, þín Anna frænka.

Gógó frænka said...

Nei, ástandið er svo sannarlega ekki gott á klakanum :( En vonandi fer þetta að ganga betur á næstunni, maður verður bara að vona það besta. Taka "síkretið" á þetta!

Þið mæðgur eigið nú eftir að skemmta ykkur vel ef ég þekki ykkur rétt :) Bið innilega að heilsa mömmu þinni og Ebbu ef þú lest þetta áður en þær fara heim :þ

Kærleiksknús úr kreppunni.

Anna frænka said...

Jæja Stella litla frænka! Eigum við enn að vera bjartsýn og treysta "þínu fólki"???? Gaman að heyra í þér í gær og ég segi bara að þú ert himneskt krútt :) Góða skemmtun hjá ykkur mæðgum og vá hvað ég hlakka til að gista í þessu húsi sem mamma þín og Ebba eru í :) Verðum í sambandi, knús og kram til ykkar allra úr kreppunni og eymdinni sem hér ríkir :) Ástarkveðja, þín frænka Anna.

Sella said...

Úfff njóttu bara lífsins með múttunni þinni og Ebbu og ekki velta ykkur upp úr óþolandi ástandi heima fyrir :S Þetta reeeeedddast eða við verðum að vona það.

Held að heimsókn mín frá Köben yfir til þín verði að bíða aðeins lengur og betri tíma....en mundu bara mín kæra að "okkar tími mun koma"

Hafðu það gott og knúsaðu fjölskyldumeðlimina frá mér!!

Stella said...

Sella mín við hittumst amk um jólin og þá skipuleggjum við london eða köben.
Ástandið mun lagast ég hef ekki áhyggjur af því

Anna frænka said...

Hrikalega var notalegt að heyra í þér í gærkvöldi elsku Stella mín! Þú ert algert krútt :) Heyrumst brátt aftur kátar og hressar! Vona að þú hafir náð að hvíla þig eitthvað í dag eftir fjöruga síðustu daga :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Anna frænka said...

Hæ hæ! Var bara að forvitnast hvort þú værir búin að setja inn einhverjar fréttir elsku Stella mín! Þú veist hvað ég er forvitin! Frábært annars að heyra hvað þið mæðgurnar skemmtuð ykkar vel og alltaf jafn gaman að tala við þig í síma skvísa :) Hlakka til að heyra í þér aftur. Skemmtu þér sem best og gangi þér að sjálfsögðu vel í skólanum :) Heyrumst fljótlega. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
P.S. Meðan ég man, ertu ekki til í að senda mér heimilisfangið þitt svo ég geti sent þér afmæliskort í nóvember?

Anna frænka said...

Jább, hér er ég enn á ný, bara að sjá hver staðan er í dag! Þú sérð að ég er einlægur aðdáandi þinn og forvitin með einsdæmum! Eigðu góða helgi elsku Stella mín og skemmtu þér vel við hvað eina sem þú gerir :) Heyrumst bráðlega. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna.