Wednesday, October 1, 2008

Smá pælingar

Alltaf þegar ég þarf að segja eftirnafn mitt fær fólk svona Úff svip á sig eins og ég hafi sagt eitthvað annað hvort hræðilega leiðinlegt eða rosalega erfitt (ég giska að það sé það síðra).

Um daginn heyrði ég samt alveg frábært út undan mér... "When these Icelandic people tell me their name I wanna say Bless you, because it's like their sneezing."
Ég held að ég hafi ekki heyrt meiri vitleysu lengi og get this... ég held að hún hafi verið norks sú sem sagði þetta.

Smá svona skemmtun í leiðindaveðri í Lundúna borg með pundið 192 krónum, ég trúi á að þetta lagist von bráðar... trúin getur víst fært fjöll kannski líka gert gengið betra hver veit??

Stella í heimspekinglegum pælingum

4 comments:

Anna frænka said...

Ókei, ég get ekki annað en hlegið að því sem þessi norska sagði! Aldrei hef ég nú heyrt þetta fyrr! Sumt fólk er skondið, segi nú ekki annað og meira en það. Ég ætla rétt að vona að pundið fari að lækka, þetta nær nú ekki nokkurri átt! Þú eyðir trúlega ekki í neinn óþarfa þarna úti! Ég segi enn og aftur, þú skemmtir þér greinilega vel þarna sem er frábært! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Unknown said...

Hæ hæ er ekki eitthvað skemmtilegt að frétta af þér?

Gógó frænka said...

Góða skemmtun næstu daga Stella mín :) Mikið finnst mér flott hjá þeim mæðgum að skella sér út til þín. Party on ;-) Luv, Gógó.

Stella said...

Takk frænkur fyrir kveðjurnar allt gott að frétta og bíð bara spennt eftir mömmu og Ebbu