Það virðist sem sumarið hefur ákveðið að koma seint til London því á mínum mælikvarða er það veður sem er hér ekkert annað en sumar með laufin að falla. það er sól hér dag eftir dag en þessu hlýtur að ljúka eins og öllu öðru og regnhlífin mun væntanlega koma sér að góðum notum. Ég hef lítið þurft að nota regnhlífina mína nema auðvitað þegar það koma að stóra Londondeginum þar sem var arkað á milli merkisstaða og þá ákvað veðurguðinn að kominn væri tími á úrhelli, maður var votur og þreyttur eftir þá göngu.
Ég fór á föstudaginn síðasta á tvær leiksýningar, þetta voru lokaverk þeirra sem voru að útskrifast með MA í leikstjórn. Fyrra verkið hét Monster og var einleikur, leikarinn þurfti að leika að mig minnir 7 persónur. Leikarinn stóð sig vel þetta kvöld, náði vel til manns en leikritið fjallar um strák sem drepur pabba sinn og var hreint út sagt frekar ógeðslegt. Seinna leikrit kvöldsins var í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar sem var einmitt dansstjóri þegar ég setti upp Cry Baby og Thank you for the music. Leikritið sem hann leikstýrði heitir Mr. Kolbert og er svört kómedía eiginlega, semí splatter verk. Sýningin hans var æðisleg, ótrúlega fyndin leikarnir voru með fullkomna tímasetningar, náðu til manns hvort sem var þegar um var að ræða brandara eða með mjög dramatískri senu. Ég vona bara að Bjartmar sýni þetta heima því þetta verk er alveg eitthvað sem Íslendingar myndu fíla.
Á laugardaginn fór ég í stærstu verlsunarmiðstöð Evrópu og heitir bluewater að utan lítur þetta meira út eins og geimstöð eða flugstöð en þetta er flott verslunarmiðstöð með öllum þeim verslunum sem nokkurn gæti vantað. Það sem var nú skrýtnast við þessa ferð var að á leiðinni þangað var ég í strætó í svona klukkutíma og tíu mínútur en á leiðinni heim var ég bara í svona tuttugu mínútur, skil ekki enn þá hvernig það virkar en ég hafði keypt mér Marie Claire til að lesa á leiðinni heim þegar ég kláraði viðtalið við Beyoncé sá ég að ég var bara að koma heim.
Nú er byrjuð ný skólavika og í hádeginu var ég í tíma hjá konu sem er frábær en hún talar á hraða kappaksturbíls og maður er satt best að segja smá búin á því þegar maður er búinn hjá henni. Hún er að kenna mér áfanga sem heitir Event & Venus sem snýst aðalega um það sögu ýmissa leikhúsa og hvernig leikhúsið varð eins og það er í dag. Mjög áhugavert verð ég að segja.
Ég reyni að blogga fljótlega en ég á von á nokkrum heimsóknum á næstunni og þá get ég eflaust sagt einhverjar skemmtilegar sögur.
Kær kveðja
Stella
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Frábært að heyra frá þér. Hefði verið til í að skoða þessa verslunarmiðstöð með þér :)
En skemmtilegt að koma inn á síðuna þína og sjá ný skrif frá þér :) Þetta er sem sagt bara eintómt gaman og mikið að læra og upplifa hjá þér. Ég væri sko alveg til í að vera þarna með þér og fara í þessar ferðir allar saman. Tek enn og aftur fram að ég hlakka ekkert smá til að heimsækja þig á næsta ári! Það er nú gaman að kíkja inn í verslunarmiðstöðvarnar úti, sérstaklega ef þar eru bóka- og minjagripabúðir! En námið þitt er sem sagt mjög áhugavert og gaman að þú skulir leyfa okkur að fylgjast með hvað er að gerast. Hafðu það sem best áfram og gangi þér áfram vel elsku Stella mín.
Verðum í sambandi. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Hæ elskan mín.... ohhh mikið langar mig að fara í leikhús þessar sýningar hljómuðu ekkert smá vel!
Takk æðislega fyrir kveðjuna elskan mín um daginn og hlakka til að sjá þig sem fyrst - verð að skoða flugför og tíma til að koma yfir hafið ;) Miss you too much!!
Akkúrat þegar maður talar um veðurblíðu kemur shit veður í dag var rigning og rok og almenn leiðindi bara. Hefði ekki átt að segja neitt.
Sella mín við verðum að heyrast með þetta hvort ég komi til þín eða öfugt en það verður hittingur í Köben eða London 2008.
Takk kæru frænkur, verslunarmiðstöðin var fín fór í aðra minni í dag sem var langt því frá eins fín.
Týpískt þetta með veðrið :/ Hér er viðbjóðslega kalt, veturinn bara mættur. En á meðan snjóar EKKI er ég sátt :þ
Frábært að fá fréttir hér :) Take care, luv Gógó.
P.S. Ég var eitthvað að syngja fyrir Aron Frey í gær og þá sagði sá stutti "æi nei ekki syngja núna, það er ekki söngstund!!!" Sá kann ekki gott að meta....
HAHA, hann er bara eins og Ebba var þegar hún var lítil, hún vildi ekki að mamma syngi fyrir sig heldur vildi hún að pabbi syngi fyrir sig. Þeir sem þekkja til vita hver munurinn er.
Ja, alltaf fékk ég höfuðverk þegar Gógó systir söng þegar við vorum yngri... Líklega eins gott að Aron Freyr fái ekki að heyra um það því hann myndi eflaust fá líka höfuðverk og jafnvel hausverk! Bráðfyndið að Ebba skyldi frekar vilja söng pabba ykkar heldur en mömmu :) Vil þó taka fram að í dag kann ég vel að meta sönginn hennar systur minnar :)
Post a Comment