
Jæja nú erum átta ár síðan ég átti minn síðasta Busadag en nei nei í dag átti ég annan, ég segi ekki að hann hafi verið jafn ógnvekjandi og sá sem ég upplifði árið 2000 (guð hvað það er langt síðan) þá kom slökkvubíll reyndar og smúlaði okkur vel... Æðislegur dagur en stressið fyrir þennan eina dag var svo mikið að maður var næstum kominn með blæðandi magasár fyrir þetta. En svo var þetta bara eintóm skemmtun.
Þessi busadagur var nú allt öðruvísi, bara fullt af ræðum frá hinum og þessum stjórnandanum, svo fórum við nokkur úr OLA í lasertag keppni sem við töpuðum ekki nei nei við skíttöpuðum vorum öll dauð áður en einn af hinu liðinu dó.
Lífstíll bretans er aðeins öðruvísi en maður er vanur heima á klakanum, hér þykir ekkert eðlilegra en að fara í hádeginu að fá sér bjór, vín og jafnvel brennivín. Við fórum s.s. á pöbbin um tólf og þar fékk fólk sér ýmist vín eða bjór og ég með mitt sparkling water :) sem er frekar fyndið.
Á morgun byrja ég á frábæru verkefni (held ég) sem er þannig að nemendur á "tækni sviði" sem er minn hópur, stage manegment, light production, sound production og ég held sviðsmyndaliðið kemur saman og á að búa til atburð sem ekki má nota neitt sem er notað í leikhúsi, þ.e.a.s. ekki leikara, kastara, leikstjóra, sviðsmynd eða hljóðstöff. Ég er frekar spennt fyrir þessu, ekki bara vegna þess að þarna kynnist maður enn fleira fólki heldur þá er þetta fyrsta stóra verkefnið sem við gerum.
Á morgun fer ég líka á fund með erlendum nemum (skrýtið að vera allt í einu erlend) þar fær maður tækifæri að hitta íslendingana hina og svo auðvitað alla hina útlendingana.
En meira síðar
Stella
6 comments:
Ó mæ god hvað þetta er spennandi - örugglega frábært verkefni. Hlakka til að heyra frá því hvað ykkur dettur í hug að gera :) Hafðu það gott dúllan mín, kveðja og knús Lilja og co.
Spennandi :) Gangi þér vel í verkefninu Stella mín. Luv, Gógó.
Þakka ykkur fyrir frænkur, vonandi var gaman í frænkuboðinu...
Þetta hljómar aldeilis vel Stella mín! Hlakka mikið til þess að heyra hvernig verkefnið gengur hjá ykkur og hvað þið gerið! Þetta er sko mikið spennó skal ég segja þér og við frænkur þínar erum að sjálfsögðu mjög spenntar að fylgjast með þér og heyra frá þér. Ótrúlegt að Stella litla frænkan mín sé komin til London og sé þar að slá í gegn og gera skemmtilega hluti, læra áhugavert fag og ég segi bara að þetta verður ekkert nema skemmtilegt hjá þér! Þú ert dugleg að blogga og haltu því áfram takk fyrir!! Gangi þér vel skvísa! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Guð hvað ég er sammála frænkunum þetta hljómar ekkert smá vel og þú átt eftir að fá margar hugmyndir í verkefninu, misgáfulegar þó hehe.
En vá hvað ég sé þig fyrir mér með sparkling water honey....Danirnir eru líka gjarnir á að fá sér öl eða vín á miðjum degi á meðan við Íslendinganir erum annað hvort í djammgírnum eða vatni ;o)
Miss you a lot!!
Hæ elsku Stella krúsídúllan mín! Ég bara trúi því ekki að þú sért ekki búin að blogga neitt síðan síðast! Það er örugglega nóg að frétta af þér og veistu, ef það líður langt á milli þess sem þú skrifar þá gleymir þú kannski mörgu af því sem þú ætlaðir að skrifa! Það er upplagt að skrifa aðeins áður en þú ferð að sofa til dæmis! Sem sagt, bloggfærsla óskast góða! Hringi bráðlega í þig! Ég fer inn á síðuna þína alla virka daga því ég er alltaf svo spennt að sjá hvort þú sért ekki búin að skrifa eitthvað inn á.
Veit að fleiri en ég bíða spenntir! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna yndislega frænka.
P.S. Mér veitir ekkert af skemmtilegri lesningu þar sem hér rignir og rignir og rignir og svo er vindur og meiri vindur og ennþá meiri vindur....
Post a Comment