Jæja loksins komin með net heima hjá mér.... Thank the lord.
Fyrstu dagarnir í skólanum hafa verið mjög góðir, ég byrjaði á mánudaginn þar sem ég hitti alla sem eru með mér á braut (við erum alveg 8). Námið hljómar rosalega spennandi og ég er mjög sátt við þá ákvörðun sem ég tók um að koma hingað. Ég mun vera að læra hvernig eigi að setja upp viðburði, skrifa fréttatilkynningar, hvernig á selja vöruna sína, pr stöff, hanna vefsíður og bæklinga og hvernig á að setja upp sýningar.
Þessi vika hefur verið bara kynning á öllu því sem við munum gera en við erum nánast bara búin að vera að kynnast hvort öðru og kennurunum, og svo sjá hvað við gætum gert. Skólinn er mikið í því að vinna með hópum sem lifa við bág kjör, minnihlutahópa og öðrum hópum sem list getur hjálpað. Ég er mjög spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis.
Ein stelpa sem útskrifaðist í fyrra með Organising live arts BA gerði gjörsamlega frábært verkefni sem átti sér stað í Indlandi. Hún fór með 18 krakka úr skólanum mínum minnir mig sem voru að læra ýmsa hluti til þess að kenna indverskum börnum dansa frá nokkrum heimshornum. Hún fjármagnaði verkefnið og fékk alla til að taka þátt, með þessu var hún að opna augu barna í Indlandi fyrir umheiminum og jafnframt að gera eitthvað gott fyrir börn sem kannski hafa það ekki svo gott. Þetta verkefni er mjög innblástur fyrir mann að sjá að maður getur gert svo margt með þetta nám.
Svo er gaman að segja frá því að ég er komin með einn meðleigjanda hún heitir Emma og er að fara læra European theatre arts.... en meira um það seinna.
Mig langar líka að óska Fanney Birnu innilega til hamingju með formannstitilinn, þú átt eftir að rokka feitt.
Bið að heilsa í bili...
Lov jú
Stella
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Líst mér á þig Stella mín....ég mun svo sannarlega bætast við hóp þeirra fjölmörgu lesenda þessara síðu ;) ánægð með þig.
En gott að þér líst vel á þetta nám sem þú fórst í...um leið og ég las þetta hugsaði ég - VÁ HVAÐ ÞETTA Á VIÐ ÞIG, þú átt eftir að standa þig eins og hetja! En hvað segir þú um að við reynum að finna tíma þegar ég má hoppa yfir til London og heimsækja þig?
Kossar og knús frá mér...sem nota bene er á Íslandi hehe
Hæ elsku Stella mín! Til hamingju með að vera bæði búin að fá netið og meðleigjanda! Það er alveg á tæru að þú átt eftir að skemmta og njóta þín í tætlur þarna! Svo er námið þitt greinilega MJÖG spennandi og það mun örugglega eiga meira en lítið vel við þig! Það verður spennandi að fylgjast með þér og heyra hvað þú ert að gera þarna. Endilega vertu dugleg að skrifa um það! Ég er svo hreykin af þér elsku stelpan mín og held áfram að segja það enda ekkert nema gott mál að hrósa þeim sem eiga það skilið! Mér finnst líka alveg gasalega gaman að tala við þig í síma :) Núna ertu komin með netið og engin afsökun fyrir því að blogga ekki eitthvað smávegis á hverjum degi :) Ég vona að veðrið sé betra hjá þér heldur en er hér hjá okkur núna, það er sko ROK í þeirri orðsins fyllstu merkingu! Elsku Stella mín, njóttu þín áfram vel og skemmtu þér sem best :) Núna hlakka ég bara til þess að koma til þín á næsta ári! Og auðvitað hlakka ég líka til að fá þig heim núna í desember, en hugsaðu þér hvað við eigum eftir að skemmta okkur röltandi um London, skoðandi áhugaverða staði, kaupa gjafakort... Þetta verður æði.
Gangi þér vel í skólan elskan mín! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Hvenær er mín með lausan tíma í skólanum? Ég er með mjög flexible töflu, stundum er ég á haus og aðra er bara frí. hringdu endilega bara í mig númerið er 0044-(0) 07599404180 eða náðu mér á msn.
Takk Anna mín
Post a Comment