Sælir hálsar
Mér var sagt að það væri kominn tími á færslu svo hér er ég komin með eina. Ég er ekki svakalega dugleg í þessu á meðan ég er með þessu viðbjóðslegu nettengingu tekur allt tvo ár sem þarf að gera.
Jæja en síðustu dagar hafa verið fínir, á föstudaginn hitti ég hópinn sem ég mun vera að vinna verkefnið mikla með og þau virðast vera ágæt, ég og Charlie sem er með mér í OLA erum samt aðeins að taka leadið í þessu. Fyrsta verkefni okkar er að fara víðsvegar um London borg og finna staði taka af þeim myndir og skila því svo af okkur, ég held að þetta sé liður í hópeflingu, sem er gott og blessað en við erum að tala um hátt í 20 staði á einum degi og því þarf að skipuleggja þetta ágætlega eins og við erum búnar að gera. Dagurinn okkar í London er á morgun þannig ég verð að labba frá morgni til kvölds.
Talandi um það að labba í London á laugardaginn fór ég og hitti Hreiðar Má vin minn ásamt félaga hans, þann daginn labbaði ég frá London Bridge station að Oxford street sem er ágætis ganga. Veðrið var gjörsamlega yndislegt og maður fékk nú bara smá lit meira að segja (rauðan eins og mér einni er lagið). Þennan dag verslaði ég smá inn á baðið okkar og nokkur kerti fyrir herbergið mitt.
á sunnudaginn var yndislegt veður en ég ákvað að gera þvottinn í stað þess að leggjast í sólbað sem hefði alveg verið inn í myndinni. Eftir þvottinn ákvað ég að ég þyrfti að fara út í búð og versla eitthvað að borða, en viti menn voru bara ekki búðirnar lokaðar. Gaman gaman.
Svo er komin ný vika með blóm í haga, nú er komið ekta london veður rigning og smá gola, þannig maður er örugglega með regnhlífina á sér.
Svo vil ég nota tækifærið og óska SUSurum til hamingju með að mér skillst frábært Milliþing, leiðinlegt að hafa ekki getað verið þarna og ég hafði hingað til mætt á öll frá því árið 2004. Ætli ég komi ekki næst á SUS þingið 2011... sjitturinn
Jæja best að fara að gera eitthvað í sinn haus, bið að heilsa öllum vinum og vandó
Stella
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Held að þetta sé nú bara ógeðslega skemmtilegt hjá þér - chilla um í London, skoða og bara njóta!!!! dásamlegur tími í lífinu þínu Stella mín, njóttu hans í botn, þessi tími kemur ekki aftur, you know. Bestur kveðjur, Lilja.
Elsku Stella mín! Alltaf hlýðir þú frænu gömlu :) Yndislegt að koma inn á síðuna þína í morgun og lesa bráðskemmtilegt blogg! Kemur mér sko ekki á óvart elsku stelpan mín að þú sért nú þegar búin að taka forystuna :) Þú átt sko eftir að njóta þín í botn og eins og Lilja frænka sagði réttilega þá kemur þessi tími ekki aftur! Þú gerðir svo sannarlega rétt í að fara þetta og ég tala sko pottþétt fyrir hönd okkar frænkna þinna að við erum allar að rifna úr stolti og monti yfir þér! Þú munt gera góða hluti þarna og almáttugur hvað ég hlakka til að koma í heimsókn til þín! Þú verður búin að læra vel á London þegar ég kem! En gangi þér vel og njóttu tímans sem best, nú styttist í að mamma þín og Ebba komi til þín, það verður fútt og fjör hjá ykkur mæðgunum ef ég þekki ykkur rétt. Endilega vertu dugleg að blogga, ég lofa að ég fer að skrifa þér tölvupóst bráðum og svo að sjálfsögðu mun ég hringja í þig! Skemmtu þér sem best og gangi þér áfram vel í skólanum. Elska þig, ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Vil bara að þú vitir að ég var að kíkja inn á síðuna þína :) Alltaf jafn forvitin! Bíð spennt eftir næsta bloggi frá elsku yndislega frænkan mín! Örugglega mikið gaman hjá þér og skemmtu þér sem best.
Ástarkveðja, þín Anna frænka.
P.S. Auðvitað á að standa í skrifum mínum í gær "frænku" en ekki "frænu"...
Stella mín, þú bara bloggar þegar þú hefur tíma og þannig liggur á þér :) Það er ekki hægt að ætlast til þess að bloggir á hverjum degi þó það sé auðvitað rosalega gaman að kíkja hingað inn og sjá nýtt blogg ;o) Vonandi hefurðu það gott í góða veðrinu í London; ég öfunda þig bara oggu pínu pons :þ
Hjartans kveðja úr rigningunni á Fróni, Gógó.
Úbbs, ég skal reyna að stilla minni heimtufrekju á bloggið þitt í hóf elsku Stella mín! Þori ekki annað en að taka undir með henni litlu systur minni :) Vonandi hefur þú það gott og ég heyri örugglega í þér núna um helgina. Já og ég vildi sko alveg vera í London núna og skemmta mér! Veðrið er hundleiðinlegt hérna en á víst að fara að skána. Heyrumst bráðlega í síma, hringi í þig elsku yndislega frænka mín. Hafðu það gott. Þín frænka Anna.
Hæ hæ skvís! Mikið var gaman að tala við þig í gær og skemmtilegt að ég skyldi ná þér annars staðar heldur en í einhverri búðinni :) Það er bara hrikalega gaman að heyra hvað þú skemmtir þér þarna og ha ha ha, í dag er sól í Reykjavík :) Að vísu ekki 20 stiga hita en það sést þó til sólar! Hafðu það sem best elsku frænka mín. Hlakka til að heyra næst í þér. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Post a Comment