Sunday, September 14, 2008

Stelpan í Bretlandi

Jæja fyrsta bloggið mitt á þessum miðli, í nýju landi og i fyrsta sinn á interneti í lest (mikið nýtt í gangi)

Eins og flestir vita þá hef ég flutt aðsetur mitt til Bretlands næstu þrjú árin eða svo og mun stunda nám í Rose Bruford College og námsbrautin mín heitir Organising live arts. Ég er svoldið að stökkva út í djúpu laugina því ég er ekki alveg viss hvernig þetta verður, en einhvern tíman á lífs leiðinni verður maður að taka sénsa og hví ekki núna?

Ég kom til Lonond á mánudaginn og þökk sé góðum vini mínum var ég með bulletproof leiðbeiningar hvernig ég ætti að komast frá Standsted til Sidcup (staðurinn sem ég bý á). Ég bý á svokölluðu dormi, þar sem ég deili íbúð með 3 ððrum sem verður vonandi í lagi. En þegar ég komst á leiðarenda komst ég að því að ég var alein þarna, sem var skrítið vægast sagt. Ég ákvað því að skella mér til Doncaster og heimsækja fjölskyldu sem ég á þar. Frá því á þriðjudaginn hef ég verið í matarboðum, heimsóknum, pöppum og að túristast eitthvað.

Núna er ég í lest á leið frá Doncaster til London.

Ég ætla að reyna að blogga hér sem oftast en ég er reyndar ekki komin með net enn þá.

Hlakka til að heyra í ykkur öllum
Ykkar
Stella

10 comments:

Unknown said...

Hæ hæ dásamlega frænka. Frábært að fá fréttir af þér. Ótrúlega spennandi tímar framundan hjá þér og vá hvað tíminn á eftir að líða hratt. Áður en við vitum af verða komin þrjú ár, þú búin með námið, búin að koma oft heim í frí - við frænkurnar búnar að koma til þín, örugglega fullt af vinum þínum og fleiri. Hlakka til að koma hingað daglega og lesa bloggið þitt - þú verður að lofa að vera dugleg og blogga eitthvað daglega.
Hafðu það gott elskan mín.

Unknown said...

Það sást ekki fyrir ofan að þetta er ég, Lilja :) ég birtist hér sem fagrihvammur sýnist mér

Gógó frænka said...

Hæ elsku Stella mín. Frábært að þú sért byrjuð að blogga :) Ég kíkti hingað um leið og Anna var búin að segja mér frá síðunni þinni.

Tíminn á eftir að líða hratt, trúðu mér - og þú verður komin heim áður en þú veist af (eða ég ætla alla vega rétt að vona að þú farir nú ekki að ílengjast þarna lengur en nauðsynlegt er ha ha ha).

Ég tek undir með Lilju, þú verður að vera dugleg að blogga, þó það sé ekki nema pínku pons á hverjum degi. Ég LOFA að vera dugleg að kommenta og ég veit að Anna systir verður náttúrulega daglegur gestur með löhöhööööng komment ;o)

Lovjú elsku Stella mín. Hafðu það rosalega gott. Þín Gógó.

Gógó frænka said...

P.S. Ég á svona gullkornadagatal sem heitir Vegur til farsældar og gullkorn dagsins er svo flott að ég verð að deila því með þér:

"Það getur verið að þú hafir ekki um margt að velja í lífinu en þú getur ráðið hvað þú gerir við það sem þú hefur."

Lovjú xxx Gógó.

Anna frænka said...

Elsku yndislega frænka mín. Mikið var gaman að heyra í þér í gær og mikið er frábært að þú skulir vera byrjuð að blogga. Líkt og mín elskulega systir skrifaði hér mun ég verða daglegur gestur og verð dugleg að commenta :) Svo tek ég undir með Gógó og Lilju frænku að þú verður að vera dugleg að blogga daglega takk fyrir! Það er svo gaman að fylgjast með þér og lesa um hvað þú ert að gera þarna. Að sjálfsögðu mun ég líka hringja í þig, stend við það sem ég sagði við þig í gær með mínar hringingar til þín :) Ohh, þetta er svo spennandi hjá þér en vertu viss um að tíminn mun líða hratt hjá þér. Ég er strax farin að hlakka til að heimsækja þig á næsta ári, það verður sko áður en þú kemur heim í sumarfrí! Það verður nú aldeilis gaman að fara með þér í skoðunarferðir :) Svo látum við drauminn um frænkuboð í London á næsta ári rætast líka :)
Elsku Stella mín, gangi þér vel og ég hlakka til að lesa á morgun hvernig fyrsti skóladagurinn var :)
Og auðvitað allt annað sem er að gerast hjá þér! Ég er rífandi stolt og hreykin af þér fyrir að hafa drifið þig út í nám, þú átt eftir að blómstra þarna! Komdu bara aftur heim þegar þú ert búin með námið! Hafðu það svo sem allra best krúsídúllan mín :)
Ástarkveðja, þín Anna frænka.

Anna frænka said...

Elsku frænka mín. Nú hlær sennilega Gógó og ef til vill einhverjir fleiri að mér þar sem ég er að skrifa aftur en það er sko í góðu lagi. Ég kíkti bara inn á síðuna þína til að athuga hvort þú værir búin að skrifa eitthvað meira en skiljanlega hefur þú kannski ekki alveg tækifæri til þess þar sem þú ert ekki enn komin í netsamband. Hins vegar mun ég bara hringja í þig ef mig fer að lengja eftir skrifum! Vona að þú hafir það sem allra best og að þér gangi svo vel að finna skólann :) Það var frábært að heyra í þér í gærkvöldi skólastelpan mín :) Heyrumst kátar og ég bíð spennt eftir bloggi. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Anna frænka said...

Hæ hæ elsku dásamlega frænkan mín.
Mikið var gaman að heyra í þér í gær elsku yndislega frænkan mín! Ég hlakka svo óskaplega mikið til þess að plana Londonferð mína til þín eftir áramótin eins og við töluðum um í gær! Ohh og ég vildi að þú færir að fá internet tenginguna í lag svo þú getir farið að blogga! Jæja, langaði bara að kvitta fyrir mína komu á síðuna þína í dag. Heyrumst hressar og kátar að vanda.
Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Stella said...

Þakka ykkur kæru frænkur fyrir falleg orð til mín, það er mjög stutt í Ísland og miðað við hvernig þessi vika er að fljúga mun þetta hverfa bara.

brynjar ýmir said...

Flott er !

Þú ert hér með kominn í blogghringinn minn Stella og nú er bara að standa sig. ;)

Stella said...

Kúl Binni minn, bara right back at you ;)