Jæja nú er ein mjög busy vika liðin, í síðustu viku sýndi ég loksins verkefnið mitt. Eins og áður hefur komið fram var okkur skipt niður í nokkra hópa og áttum að vera með sýningu sem mætti ekki eiga sér stað inn í leikhúsi, ekki með neitt leikhúsdót og ekki neina ensku talaða. Jæja þemað var Explorars og við ákváðum að taka fyrir undur veraldar, en breyttum því í okkar undur veraldar. Við tókum fyrir Norðurljósin góðu (það var mitt), Christ of redeema, The lost city of Atlantis og píramídana í Giza
Við sýndum þau svo öll úti við og það var spáð rigningastormi og storumurinn kom en rigningin kom sem betur fer ekki fyrr en við höfðum lokið okkur af eða akkúrat þegar ég var að hlaupa með tölvuna mína inn :)
Ég sá um norðurljósin og móðir mín sendi mér frábæran DVD disk með myndböndum af norðurljósunum og ég varpaði þeim á tjald sem hékk upp í risastóru tré, síðan á einhverjum tímapunkti sagði ég að ég gæti nú alveg teiknað og málað!!! þeir sem þekkja mig vita að ég er nú enginn svaðalegur listamaður. En ég tók s.s. að mér að teikna upp Krist á risastóran striga. Heyrðu það tókst svo bara ágætlega allir ánægðir með þetta nema einn kennarinn minn spurði afhverju Jesú væri svona líkur Nunnu. (hann er farinn á svarta listan) svo flaug píramídinn nokkrum sinnum í burtu, rifnaði í tvennt og allt sem hugsanlega gat gerst gerðist.
Svo á föstudaginn komu stjórnendur leikhóps sem heitir Punch Drunk Theatre og þau gáfu okkur komment á okkar verk, minn hópur fékk góð komment og er ég bara frekar ánægð með frammistöðu okkar. Í hópnum mínum var að finna duglega krakka og aðra sem voru kannski misduglegir en það skemmtilega við þetta allt saman er að einhvern veginn þegar á endasprettinn er kominn þá vinna allir saman og ná að klára hlutina í sameiningu.
Í næstu viku verð ég svo að vinna að leiksýningu sem heitir The last ones, ég verð að ég held í því að taka á móti viðskiptavinum og eitthvað er ekki alveg viss en ég kemst að því fljótlega. En næsta vika verður þéttsetin og verð líklega í skólanum í 10 til 12 tíma seinnihluta vikunnar sem verður bara gaman.
En svona smá um hvernig lífið er hérna, hér er allt morandi í íkornum sem ég hélt alltaf að væru sæt lítil dýr en þetta eru bara rottur í fallegri búning, það er dúfur út um allt sem eru líka bara fljúgandi rottur, svo rignir svo oft hérna að moldin er bara ein drulla og maður er á svelli þegar maður labbar í henni ( vil nú frekar snjóinn og detta í honum því þá er maður amk hreinn þegar maður stendur upp)
Ég er farin að fylgjast með Strictly come danceing sem er þáttur þar sem breskar stjörnur dansa við atvinnumenn og allt til þess að vinna keppnina, svo komst ég að því í gær að X-factor er í gangi hérna úti núna og ég er einmitt að horfa á úrslitin núna með öðru auganu, þar er vinur minn Simon Cowell í lykilhlutverki og hann er bara góður við fólk í UK.
En ég hef það rosagott og svo styttist bara í jólin....
Lov jú all
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Frábært að heyra Stella mín, til hamingju með verkefnið þitt. Gaman að heyra hvað gengur vel hjá þér. Það styttist já í jólin og orðið frekar stutt í að þú komir heim í jólafrí :o)
Aron Freyr náði að troða einhverju dóti upp í nefið á sér í leikskólanum á föstudaginn. Eftir smá tilraun á heilsugæslunni, og svo fjölmargar tilraunir hjá nokkrum læknum á Slysó við að ná dótinu út, endaði hann á að fara í svæfingu en þá var aðskotahluturinn auðvitað farinn... Alltaf hasar á þessu heimili!
Viktor Óli fór með okkur Önnu í búð í gær og þegar ég reyndi að skipta mér af því hvaða dót hann mætti velja sér frá Önnu frænku, sagði hann bara: "HEYRÐU! Þú ert ekki stelpan sem ræður yfir dótinu í þessari búð. Þú ræður bara heima hjá þér!".
Knús í krús til þín :-)
Hæ elsku Stella mín! Til hamingju með verkefnið þitt, þú brillerar bara þarna, svo einfalt er það! Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér og hvað er gaman þarna úti, þú blómstrar þarna og þú gerðir svo sannarlega rétta ákvörðun í að fara út í nám :) Svo styttist í að þú komir heim í jólafrí, það verður haldið aðventuboð hjá Gógó þegar þú kemur! Við höfum bara fullt að hlakka til í desember. Ég hringi í þig fljótlega elsku krúsídúllan mín. Elska þig, ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka sem er svo stolt og hreykin af "litlu" frænku :)
HAHAH, elsku Viktor þetta var bara eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt :)
Er Aron alveg hress eftir svæfinguna? vonandi fattar hann núna að hann eigi ekki að vera troða neinu þarna upp :)
Gaman að heyra frá ykkur frænkur
Aron er alveg búinn að ná sér eftir þessi ósköp. Þegar var verið að pína hann þarna á Slysó minnti ég hann á að það væri nú ekki sniðugt að setja neitt í nebbann ("nema puttann minn" sagði hann þá). Og hann var alveg sammála því, enda fann hann til litli anginn. En svo fékk hann eitthvað "gleymskumeðal" svo ég er ekki viss um að hann muni alveg 100% eftir því hvað þetta var vont... En ég vona að hann taki ekki upp á svona löguðu aftur!
Knús.
Hæ elskan mín....mikið er gott að heyra að verkefnið gekk vel og vá hvað ég get séð fyrir mér jesú nunnuna þína hahah.
En hlakka til að heyra um framhaldið af verkefnum hjá þér, þetta hljómar ekkert smá vel! Love you long time og hlakka ekkert smá til að knúsa þig og slúðra ærlega um jólin á Íslandi.
Risa knús frá Köben
Sella við höfum ekki tekið almennilegt spjall síðan á páskunum síðustu!!! kominn tími á rosalegt spjall, það mun vera nokkrir klukkutímar eða svo. Hlakka of mikið til. Hvenær kemur þú á klakan?
Gógó ég vona að hann muni þetta einhverstaðar lengst inni svo næst þegar eitthvað er á leiðinni upp að hann svona nei ekki þetta :)
Knúsar og kossar til ykkar allra
Hæ skvísa sæta :) Hringdi í gærkvöldi í þig en þú svaraðir ekki. Mamma þín sagði mér svo að það væri mikið að gera hjá þér, en vertu viss Stella mín, ég mun ná þér í síma fyrr en varir :) Ég hringi alltaf aftur..... :) Var hjá Arndísi í gær í vaxi og hún er alveg yndisleg stelpan sú! Ég hlakka svo mikið til að fá þig heim í desember, það styttist svo skemmtilega í að þú mætir á klakann! Og já, þú teiknaðir nú alltaf ljómandi vel og fallega, skil ekki alveg þennan sem misskildi svona hvað þú teiknaðir! Jæja, en við verðum í sambandi elsku Stella mín. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
Til hamingju með verkefnið þitt Stella mín, auðvitað rúllaðir þú því upp!!!
Mikið hlakkar okkur til að fá þig heim til okkar í smá tíma. Katrín Alda er búin að panta að fá að hitta þig :) hún var að spyrja út í þetta um daginn, ,,hittum við þá ekki Stellu?" :) hún er alveg til í að spjalla við þig. Það er heldur kuldalegt hérna úti núna, rigning og rok, þá vil ég heldur snjóinn :)
Knús yfir til þín Stella mín frá okkur öllum.
HAHA, ég hlakka svo til að hitta stelpurnar og taka smá stelpuspjall við Katrínu Öldu.
Það er sko kalt hér elskan, amk heima á klakanum eru húsin heit hér er það ekki alltaf raunin.
Hlakka rosa til að sjá ykkur.
Koss knús og kram
Djöfull er ég komin með ógeð á hópavinnu. Finn til með þér.
Já Sús ég verð að segja að sumir eiga bara að vera heima hjá sér því þá væru hlutirnir aðeins léttari fyrir mann.
Post a Comment