Jæja nú er önnur vika liðin og víst best að koma með smá fréttir frá höfuðstöðvum Gordons Brown og Mr. Darling, þeir eru alveg bestu vinir mínir eins og þið eflaust vitið.... fyrirgefið ég hljóp bara aðeins frá til þess að æla.
Smá glens í svefngalsanum. Ég var að klára annað verkefni í skólanum sem snérist um það að vera í móttöku í einu leikhúsinu okkar (The Rose), ég var einn af fjórum starfsmönnum stráks á örðu ári og okkar hlutverk var að taka á móti gestunum með bros á vör, taka við miðunum þeirra, fylgjast með að enginn væri að falla í yfirlið í salnum, halda hurðunum opnum, segja bless og takk, þrífa salinn og byrja aftur á þessu daginn eftir. Ekki erfitt verk en hluti af því að kynnast öllum þeim störfum sem fara fram í leikhúsinu og ef maður ætlar að reka kannski leikhús er betra að vita hvernig allt fer fram. Sýningin sem var í gangi var The last ones, sem er rússneskur harmleikur, leikritið var þungt en fyndið á köflum. Leikararnir voru allir á þriðja ári í leiklist eða music&acting og voru þau hver öðru betra, þar á meðal var einn íslenskur strákur sem heitir Jóel og var hann rosalega góður, íslenska hjartað alltaf stolt. Sviðsmyndin af sýningunni var rosaleg verð ég að segja, alveg ótrúlega falleg ég held satt best að segja að ég hafi bara aldrei séð svona fallega sviðsmynd´, ég reyni að henda inn mynd af henni í næsta bloggi en heimasíða skólans liggur niðri sem stendur.
Ég var að vinna í leikhúsinu fimmtudag, föstudag og laugardag en á laugardaginn átti ég ekki að mæta fyrr en 6:30 þannig ég ákvað að skella mér í Bluewater (stærsta moll Evrópu) í grenjandi rigningu en ég legg af stað með nýju regnhlífina mína sem ég keypti bara á föstudeginum, ég stend hér fyrir utan húsið mitt og þegar ég reyni að opna sé ég að hún er bara handónýt. Jæja hugsa ég, ég kaupi mér þá bara þriðju regnhlífina í Bluewater. Allt í lagi svo fer ég í H&M og fjárfesti í einni enn regnhlíf, kem svo út úr Bluewater og opna fjárans regnhlífina og viti menn að hún opnast bara öfugt!!! já já það vill bara ekki gerast að ég finni regnhlíf sem virki. Ég fer svo bara aftur til Sidcup með strætónum í klukkutíma. Svo kem ég út úr strætó í fínu dúnúlpunni minni sem er með risastóra hettu þannig ég hugsa að ég nái að hlaupa upp í skóla án þess að blotna neitt mikið. Viti menn, þegar ég loksins kemst upp í skóla þá var ég blaut í gegnum fjárans úlpuna og við tók smá tími á kvennaklóssettinu undir blásarnum þar sem ég reyndi að þurrka buxurnar og bolinn. (þetta var minn rússneski harmleikur) haha en þetta var allt í lagi ég var þurr þegar gestirnir mættu.
En í dag fór ég inn í Camden town þar sem er mjög skemmtilegur markaður og ráfaði þar um og endaði víst með því að labba í sirka átta kílómetra án þess að taka eiginlega eftir því og fór svo heim þar sem ég er núna.
Næsta vika er svo Reading week hjá mér þannig ég verð bara að vinna einhver verkefni svo ég verði laus þegar Arndís og Svanhvít verða hjá mér. Svo er planið að horfa á Ally McBeal, stelpumyndir, hitta vini og bara almenn leti.
En svo er Ísland fagra eftir mánuð og 3 daga eða svo, hlakka til að sjá ykkur eftir smá...
Knús og kossar til ykkar allra
Stella
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Elsku Stella mín! Þú ert ekkert smá óheppin í regnhlífarmálunum! Það hefur ekki verið gaman að lenda í þessari rigningu! Svo sannarlega er það rétt hjá þér að þetta var þinn rússneski harmleikur! En rosalega er mikið um að vera og skemmtilegt er greinilega hjá þér! Það er nú mjög gaman að kynnast öllu því sem snýr að leikhúsinu! Takk fyrir að senda mér heimilisfangið :) Hlakka til að lesa næsta blogg en mundu, ekkert liggur á :)
Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
hahaha þú og regnhlífar eigið greinilega ekkert sameiginlegt. Þori að veðja að þú hefur látið ófá velvalin orð falla þegar þú opnaðir síðustu regnhlífina í þínum rússneska harmleik....vonum bara að þetta takist næst - er það ekki!
En miðað við samtal okkar áðan þá gengur Reeding vikan bara glimrandi hjá þér ;o) Segi bara góða skemmtun með stelpunum næstu daga - kósý og skemmtilegt plan hjá þér og heyri í þér á næstunni to be afmælisbarn ;o)
Kossar og RISA knús frá Kóngsins Köben
Post a Comment