Thursday, November 27, 2008

Styttist rosalega í heimför

Kæru vinir í dag er 27 desember og ég mun fljúga heim 6. des trúið þið þessu? Tíminn flýgur greinilega. Ég ákvað að henda inn smá línum meðan ég borða dýrindis "allt sem er til í ísskápnum pasta" með Kók zero í dós og gömul jólalög á fóninum.

Lítið hefur verið í gangi hjá mér undanfarið en skóli, lítið annað komist að. Í fyrramálið mun ég fara með 10 mínútna fyrirlestur sem vonandi gengur vel og svo á laugardaginn verða lítil jól hér í Íbúð 27. við ætlum að vera með leynivinaleik, elda eitthvað ljúffengt (ef ekki ljúffengt þá eitthvað breskt sem er auðvitað viðbjóður) fyndið hvað bragðleikar fólks eru mismunandi eftir því hvar þeir byrja að borða.

En í þessari viku er ég búin að tryggja mér nokkur verkefni, ég mun hjálpa einum strák á þriðja ári að framleiða nokkrar sýningar en hann er einmitt að vinna með manni að nafni Chris Grady en hann var í mörg mörg ár aðalmaður Cameron Mackingtosh en hann er aðalmaðurinn í söngleikjabransanum og svo mun ég væntanlega sjá um eitthvað íslendingadót í einni svona öðruvísi viku í skólanum (það er reyndar ekki komið á hreint). Svo er ég búin að vera í mjög skemmtilegum tímum um allt milli himins og jarðar þannig að lífið hefur verið gott.

Ég ætla bara svo að senda smá skilaboð hér sem þið megið endilega koma út í samfélagið ef þið viljið... Nú vita allir af þessum svokölluðu mótmælum sem áttu sér stað fyrir utan lögreglustöð í Reykjavík, það vita líka flestir að þetta komst í heimsfréttir. Það að mótmæla er réttur hvers og eins einstaklings og mun ég aldrei standa í vegi fyrir neinum sem vill mótmæla einhverju sem honum finnst ekki rétt, ég hef sjálf mótmælt og því mun ég ekki gagnrýna aðra sem gera það. Ég vil bara ekki kalla það sem átti sér stað fyrir utan lögreglustöðina mótmæli þetta voru skrílslæti og ekkert annað, það að segja að lögreglan eigi ekki rétt á því að spreyja táragasi á hóp fólks sem var að brjótast inn á þeirra vinnustað er bara rangt. Mig hefði langað að sjá hvað þetta sama fólk hefði sagt ef 200 manns hefðu reynt að brjótast inn á þeirra vinnustað, þeir hefðu líklegast kallað til lögregluna og ætlast til þess að hún gerði eitthvað í málinu. Mér finnst ólýðandi að fólki finnst þetta bara allt í lagi að brjótast inn á löggustöð, mér finnst líka óþolandi að fjölmiðlar hafi gert svona mikið mál úr þessu og maður þurfi að útskýra fyrir útlendingum hvað sé núna í gangi á Íslandi. Ég þurfti að útskýra þetta aðeins í skólanum og þar benti ég á það að þetta fólk má bara vera fegið að það búi á Íslandi því ef þeir hefðu verið að gera þetta í þessu landi eða USA þá hefði væntanlega verið sérsveitin og skotið á líðinn. Þetta lið sem lætur svona heima er að alveg að fara með mig, þetta mun ekki hjálpa Íslandi nokkuð, þetta mun ekki bæta neitt ástandið.

En ég er sko annars hress bara þoli ekki svona skrílslæti.

Ykkar
Stella

3 comments:

Anna frænka said...

Já elsku Stella mín! Nú styttist heldur betur í að þú komir heim og við hittumst bara eftir viku! Vá hvað verður gaman að sjá þig aftur og knúsa þig! Ég er sko ekki ein um að hlakka til þess! Hvernig gekk fyrirlesturinn hjá þér? Þarf svo sem ekki að spyrja því þér hefur auðvitað gengið rosalega vel að flytja hann, þú ert svoddan dugnaðarforkur! Gangi þér svo áfram vel með verkefnin sem bíða þín þarna úti! Sjáumst eftir rétt rúma viku! Knús knús og kram, þín Anna frænka.
P.S. Er annars hjartanlega sammála þér varðandi mótmælin!

Anna frænka said...

Það styttist og styttist í að þú komir heim!! Mikið hlakka ég til að knúsa þig eftir fjóra daga, tel þennan daginn ekkert með :) Vá hvað verður gaman að hittast hjá Gógó á sunnudaginn! Það verður bara mikið gaman og mikið grín! Plakötin þín eru bara einfaldlega ÆÐISLEGA FLOTT! Til hamingju með þau! Þú ert mjög fjölhæf og klár stelpa! Þér á eftir að ganga allt í haginn! Sjáumst skvísa :) Knús knús og kram, þín yndislega frænka Anna. P.S. Ertu ekki örugglega að athuga hvort þú fáir ekki gefins brynju?

Sella said...

Vá hvað ég er sammála þér varðandi þessi mótmæli. Þetta var í dönskum fréttum líka og í gær var verið að sýna frá mótmælunum við Seðlabankann.

Verð að vera sammála þér með að þetta eru skrílslæti og ekkert annað. Auðvitað má fólk mótmæla fyrir mér ef þeim finnst til þess koma en ég verð að segja að mér fannst mjög spes að þessir mótmælendur við Seðlabankann voru margir hverjir grímuklæddir. Ef ég færi að mótmæla þá myndi ég ekki hylja andlit mitt - en afhverju gerir þetta fólk það þá....einfaldlega því það skammast sín fyrir þetta!!!

PUNKTUR OG PASTA!!