Jæja tvær vikur í mig á klakan, ótrúlegt hvað þessi tími hefur flogið frá manni, finnst eins og það hafi verið í gær sem ég var að bera töskurnar mínar á milli lestarstöðva og rata heim til mín.
En jæja hvað um það, ég sit hér heima hjá mér og sötra malt og appelsín þökk sé Svanhvíti, það var vel pakkað inn í plastfilmu og plastpoka. svo gæddi ég mér á íslensku nammi sem mamma sendi mér í dag. Íslenskt já takk! Það sem er nú samt skrýtið við þetta allt saman er að bretum finnst þetta ekki gott, lakkrís er ekki þeirra tebolli og þeim finnst þetta allt voða skrýtið.
Margt skemmtilegt hefur verið í gangi hjá mér upp á síðkastið, Svanhvít, Arndís og Elva voru auðvitað í heimsókn hérna og það var algjört æði, Svanhvít og Arndís gistu hjá mér síðustu nóttina og það fór nú bara ágætlega um okkur þrjár í herberginu mínu. Við náðum að gera fullt, versla, borða, kíkja í Camden (sem var smá erfitt fyrir mig því ég viltist smá sem á ekki að vera hægt) fórum á Borough market sem er frægasti matarmarkaður í heimi held ég (hann er æði) svo löbbuðum við fullt. Það var gaman að fá þær skvísur og ég hlakka bara til að fá næsta fólk í heimsókn.
En svo hafa síðustu dagar verið fullir af skóla og skemmtun, ég ákvað að vera rosalega góð og bauðst til að vinna auka í leikhúsi skólans við leiksýninguna Summer and smoke og ég var sætisvísa aftur sem er alveg fínt ég ætla ekkert að leggja þetta fyrir mig en þetta er alveg ágætt. Svo er skólinn búinn að vera á fullu enda bara tvær vikur eftir og framundan eru tvö skilaverkefni annað er fyrirlestur um verkefni sem ég gerði fyrir löngu síðan og hitt er hönnunarmappa með plögutum sem ég hef verið að hanna, svo er ég líka að vera sætisvísa aftur síðustu tvo dagana í skólanum þannig að næstu tvær vikur verða þéttskipaðar.
Í gærkvöldi fór ég og Sarah sem er með mér í skólanum inn í London og byrjuðum kvöldið með því að fá okkur að borða á Chiquita og var maturinn bara ágætur. En nafn staðarins átti betur við en ég gerði mér grein fyrir í gær því við fórum á Mamma Mia. Sýningin er auðvitað algjör snilld, ég held að það sé engin önnur sýning sem nái áhorfendum svona vel, fólk syngur og dansar og iðar allt í sætunum sínum því þeim langar svo að hoppa upp á svið og dansa með. Ég var svo heppin að það voru vinir vinkonu minnar sem býr hérna úti sem hættu við að koma til London en voru búnir að kaupa miða á sýninguna og ég fékk þá á hálfvirði, ég vissi ekki þegar ég keypti miðana að ég væri á fremsta bekk, ég var ekki bara á fremsta bekk heldur sat ég við hliðina á tónlistarstjórnandanum. Það var æði, djöfull var þetta gaman. Svo voru ég og Sarah að skoða leikskrána og sáum að dansararnir flestir komu úr Bird college sem er bara hérna rétt hjá mér okkur fannst það svona frekar kúl en svo fékk ég sms þegar ég var á leiðinni heim frá Söruh um það að aðalleikkonan var úr skólanum okkar. Sýningin var mun betri en þegar ég sá hana árið 2006 held ég, leikarnir voru mun betri núna ég dó næstum úr hlátri í nokkrum senum, þetta verk er bara hrein snilld. En kvöldið endaði á aðeins verri nótum....
í lestinni á leiðinni heim sat ég við hliðina á manni sem var mjög skrýtinn hann var í fínum jakkafötum en sat mað höfuðið nánast á milli lappana og hann hélt um hausinn á sér. Ég velti mér ekki mikið upp úr því fyrr en hann var farinn að kúgast, þá ákvað ég að snúa mér í hina áttina en svo bara kom gossan og ég hljóp í burtu og fann mér annað sæti ég get ekki ælulykt ég æli þá bara. Við sætaleit mína fann ég sæti fyrir framan par sem var í miðjum samræðum fyrst um sinn var ég nánast að fara að æla en svo breyttist umræðan og var vitni að nánast sambandsslitum í lestinni, ég náði reyndar ekki endanum en ég er viss um að sambandsslit voru í uppsiglingu. Svo þegar ég er að labba úr lestinni til að ná strætó heim sé ég að minn strætó er kominn á stoppustöðina og ég ákveð að hlaupa af stað, svo heyri ég fyrir aftan mig einhver gæja segja "ekki séns" og ég bara hleyp enn hraðar og viti menn ÉG NÁÐI STRÆTÓ, djöfull var það góð tilfinning.
Jæja ég held að það sé DVD í tækið núna og svo svefn mikil vinna framundan og best að koma sér í það á morgun.
Bæ bæ
C Yahh soon
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Til hamingju með litlu systur elsku Stella mín :)
Það er greinilega nóg að gera, sem er svo sem gott því þá líður tíminn bara hraðar. Ég held ég hafi bara frænkuboðið strax á sunnudeginum eftir að þú kemur heim, heldurðu að það sé ekki bara fínt? Líka upp á að mamma þín sé ekki farin að vinna allan sólarhringinn í jólageggjuninni.
Ég kúgaðist nú næstum því við að lesa um gæjann í lestinni, algjör viðbjóður. Þú heppin samt að fá ekki gusuna á þig!!! Og heppin að ná strætó!!! Ég man þegar ég fór með Brynhildi vinkonu minni til London ´94. Við ætluðum að taka strætó í bæinn og biðum úti á stoppistöð. Vagninn okkar kom (troðfullur) en hann keyrði bara framhjá stoppistöðinni og við náttúrulega klikkuðumst, hlupum eins og geðsjúklingar á eftir vagninum og náðum að hoppa upp í hann á ferð! Ógeðslega ánægðar með okkur. Það sem við föttuðum ekki var að vagninn var svo troðinn að það var ekki tekið við fleiri farþegum svo okkur var bara hent út á næstu stöð og strætókarlinn kvaddi okkur með "that´s what you get for running!" Við kunnum náttúrulega ekkert á þetta system :þ
Hlakka til að fá þig heim! Knús og kossar.
HAHA, já nú er ekki hægt að gera það, ekki opið að aftan eins og fyrir nokkrum árum sem væri auðvitað mun þægilegra. Já ég er sko til í frænkuboð þá. Hlakka bara til.
Hæ elsku Stella mín! Til hamingju með hana litlu systur þína í gær! Daman bara orðin 18 ára takk fyrir! Talaði aðeins við hana í gær og hún var mjög hress og kát! Já, ég hefði ekki getað verið í þessum strætó með karlinn þarna ælandi!! Þvílíkur viðbjóður!!! Mesta mildi að þú skyldir ekki fá gusuna yfir þig!! Það hefur nú líka verið gaman að fylgjast með þessu pari sem þú settist svo hjá! Þetta hefur bara verið eins og í bestu bíómynd :) Það er allavega alltaf eitthvað um að vera hjá þér og nóg fútt og fjör. Mér líst MJÖG VEL á að hafa aðventuboðið 7. desember! Það verður ekkert smá gaman að hitta þig aftur elsku yndislega frænka mín :) Ég er tilbúin með allsherjar knús, ertu ekki góð í hálsinum og eyrunum annars? Spyr bara upp á faðmlagið að gera u know! Sjáumst hressar eftir innan við tvær vikur! Ástarkveðja, knús og kram, þín A.
Er kannski réttara að ég komi heim í brynju svo ég verði ekki marin eftir faðmlög 7 des?
Já ætli það ekki Stella mín. Sumir eru ýktari en aðrir þegar kemur að faðmlögum.....
ojjjj bara eigum við eitthvað að ræða klíjuna sem ég fékk þegar ég las um ælugaurinn - ég meika ekki svona! Segi eins og Gógó sagði, heppin að gusan fór ekki á þig!
En gangi þér bara vel í verkefnaskilunum og síðustu törninni fyrir jól elskan mín og vá hvað ég hlakka til að taka S&S spjall, lunch, kósýheit, slúður og og og um jólin ;)
RISA KNÚS FRÁ KÖBEN ;) Sjáumst hressar eftir ca 24 daga ;)
Svona verið ekki að kvarta þarna Gógó og Stella yfir mínum faðmlögum! Þau sýna ekkert annað en mikla væntumþykju í ykkar garð og hana nú! Ég skal reyna að hemja mig eins og get Stella litla þegar ég hitti þig :) Mikið var annars gaman að heyra í þér í gærkvöldi, eins og alltaf auðvitað :) Sjáumst eftir öööörfáa daga :) Knús og kram, þín Anna ofurfaðmara frænka.
Post a Comment