Sunday, November 9, 2008

Sæl og blessuð, komið að sunnudagsverkunum... skrifa hugrenninga sína hérna á þessa litlu síðu. Síðasta vika hefur verið einstaklega viðburðalítil aðallega vegna þess að ég hef verið í lestrarfríi frá skólanum og ég hef nú mest megnis eytt tíma mínum í það að sofa, horfa á Ally McBeal og já læra.
Ég er búin að brjóta allar þær jólareglur sem ég hef sett mér í gegnum tíðina, ég er byrjuð að skrifa jólakort sem er ekki reglan sem ég braut ég ákvað bara að ég ætli að skrifa þau í ár og til þess að ná að klára þau áður en ég fer heim verð ég að reyna að klára þau á næstu dögum, en ég er búin að vera að hlusta á jólalög. Ég hef alltaf haft þá reglu að hlusta ekki á jólalög fyrr en eftir afmælið mitt sem er á föstudaginn þakka ykkur fyrir. En vonum bara að þó ég hafi brotið regluna til þess að komast í jólaskap skili sér í jólakortum.
Nú eru tveir dagar í að Svanhvít, Arndís og Elva koma til London, við eigum eftir að skemmta okkur vel.
ég skrifa meira næst, það eru engar fréttir en eins og afi sagði alltaf þá eru engar fréttir góðar fréttir.
Sijú eftir minna en fjórar vikur.
Stella

7 comments:

Anna frænka said...

Elsku Stella mín! Nú líst mér sko aldeilis vel á þig! Ég er búin að setja jólakortin á eldhúsborðið hjá mér og ætla að byrja að skrifa á þau núna í vikunni! Mér gengur vel með jólagjafakaupin! Ætla að byrja að skreyta hjá mér núna í nóvember, ég verð með aðventuboð fyrir vinkonur mínar aðra hvora síðustu vikuna í þessum mánuði og ætla að gera voða jóló og sætt hjá mér áður en þær koma! Nú er bara um að gera að fylla hugann af jólaanda þrátt fyrir kreppu og vitleysu sem hér ríkir og njóta bara tímans. Við tvær erum sammála um að við ætlum að njóta lífsins sem best, gera það sem besta úr því sem við höfum, njóta þess að hitta okkar yndislegu ættingja um jólin og auðvitað í kringum þau! Það sem skiptir mestu máli er að hittast, vera saman og hafa gaman af lífinu. Vá hvað ég er jákvæð!! Skemmtu þér svo með stelpunum þegar þær koma til þín, hringi í þig á afmælisdaginn þegar ég verð komin heim úr vinnu :) Elska þig yndislega frænka mín. Heyrumst kátar, knús og kram, þín Anna frænka.

Gógó frænka said...

Gott að heyra frá þér Stella mín. Mér líst vel á jólastússið þitt :) Mikið hlakka ég til að sjá þig í NÆSTA MÁNUÐI! Styttist ekkert smá!! Knús í klessu *smúts*.

Súsanna Ósk said...

Ég er löngu byrjuð að hlusta á jólalög, byrjaði fyrir tveimur vikum að hlusta á diskinn Jólarúnk sem Selma og Nonni gáfu út fyrir tveimur árum. Uppáhaldslögin mín eru Ultrajól og Flösujól.

Stella said...

Já hlakka til að sjá ykkur frænkur, jólin koma snemma í ár, var í bænum í gær og sá öll jólaljósin það var æði.
Súsanna þessi diskur fór alveg fram hjá mér, er hann góður ;)

Súsanna Ósk said...

Ég get sent þér hann á meili.

Gógó frænka said...

Innilega til hamingju með afmælið Stella mín :) Vonandi nýturðu dagsins í botn! Knús og kossar.

Anna frænka said...

Hæ elsku Stella mín! Innilega til hamingju með afmælið þitt! Njóttu dagsins í botn og tætlur. Hlakka til að sjá þig í NÆSTA mánuði!! Viltu kíkja á fyrir mig hvort mér hafi tekist að senda þér þú veist hvað :) Hafðu það sem best í dag elsku yndislega frænka mín. Heyrumst í kvöld, ég hringi þegar ég kem heim :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.