Friday, November 14, 2008

24 ár frá fæðingu Stefaníu Sigurðardóttur

Hæ hó
Jæja nú er afmælisdagurinn liðinn, hann kemur víst árlega hjá mér eins of flestum öðrum og var hann bara ansi góður í ár verð ég að segja.
Dagurinn byrjaði nú frekar erfiðlega því ég ákvað að skella mér í bað um miðnætti 14 nóvember og auðvitað byrja ég að þrífa baðið og fer þá ekki sturtu dótið í sundur þannig að yfir mitt spýtist ískalt vatn. Ég næ stjórn á kalda vatninu svo læt ég renna í baðið, held að það sé komið í lag heita vatnið þannig ég er eitthvað að dunda mér og ætla svo í baðið set tærnar ofan í og það er bara Jökulsárlón komið til Sidcup. Svo svona til að toppa þetta þá náði ég að hrasa aðeins í baðinu! Allt þetta gerðist á tímabilinu 00:00 til 00:30.

Svo byrjar morguninn á símhringingu klukkan og haldið ykkur nú þið sem þekkið mig eitthvað 07:22, í símanum er breskur karl og hann talar og talar og ég steinsofandi og frekar pirruð segi bara Who is this? Who is this og loksins er ég vöknuð og skil svarið hinum megin á línunni Stella it's your uncle Gretar, Happy birthday! Jæja ég talaði við Grétar frænda í smá stund og lagði mig aftur sem leiddi til þess að ég svaf verkjaraklukkuna af mér og vaknaði 09:25 og átti að mæta í skólan 10:00. Ég var sem betur fer með far í skólan þannig ég þurfti ekki að hlaupa að ná í strætó og svona. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef sofið yfir mig síðan ég flutti hingað.

Jæja skóladagurinn var mjög skemmtilegur, ég mætti með geggjaða köku í skólan sem ég hafði keypt í Marks og Spencer á 2,49 pund á lestarstöðinni daginn áður. það voru aðeins færri í tíma en ég gerði ráð fyrir þannig ég eyddi deginum svoldið í því að reyna að koma kökunni inn á eitthvað annað fólk. Kennarinn minn hafði gert ráð fyrir því að við værum búin í skólanum svona í fyrst lagi tólf síðasta lagi tvö en svo var svo rosalegt tölvuvesen á okkur og blaður að ég kláraði ekki fyrr en klukkan fjögur minnir mig. Við eyddum deginum í það að spjalla um pólitík, tónlist og nánast allt milli himins og jarðar og já svo gerðum við víst eitthvað þema lag fyrir listaverk.

Eftir skóla lá leið mín inn á Oxford street til þess að hitta Svanhvíti, Arndísi og Elvu, þær voru í Primark sem er tjahh ein bilaðasta búð sem þú getur komið inn í, þar er allt á spotprís en það eru svo margir þar inni að ég bara verð smá biluð held ég þar inni. En þær voru blessunarlega búnar að versla þegar ég kom þannig að við kíktum í eina búð í viðbót og svo kíktum við á góðan pöbb þar sem hægt var að róa sig aðeins niður eftir amstur dagsins, og gera sig tilbúin fyrir komandi viðburð.

Næst lá leiðin í Covent garden, það er æðislegur staður sem ég hef greinilega ekki verið að pæla mikið í því ég er bara búin að fara þangað einu sinni og þá í flýti en þetta er alveg rosalega sætur og notalegur staður. En í Covent garden hittum við Hreiðar vin min og við fórum saman á La Perla sem er mexikanskur veitingastaður hann er sætur og svoldinn svona partý staður. Við skemmtum okkur konunglega þar og sátum lengi vel. Svo lá leið heim en Hreiðar tók okkur í sight seeing um London að kvöldi til og við löbbuðum meðfram Thames. Óhætt er að segja að það hafi verið mjög gaman og einstakt að fá að njóta London svona á kvöldi til og sérstaklega gaman að sjá öll jólaljósin.

Svo var það að ná lestinni, síðasta lest átti að fara frá London Bridge klukkan 00:13 og þegar við komum á London Bridge er klukkan 00:13 þannig að við stelpurnar sprettum af stað og komum upp á pallinn klukkan 00:14 þannig að við misstum af lestinni. Þá var ekkert annað en að bíða eftir næturstrætó og taka hann heim, sem var svo sem allt í lagi en maður var svoldið þreyttur svona.

Ég vil þakka öllum fyrir allar yndislegu afmæliskveðjurnar og gjafirnar. Og svo þeir sem reyndu að tala við mig í síman þá bara biðst ég innilega fyrirgefningar á því að hafa ekki getað talað vegna batterísleysis.

Svo vil ég bara minna á það að það eru 3 vikur í að ég komi til Íslands.

Ykkar Stella

9 comments:

Gógó frænka said...

Vá, aldeilis nóg að gera þennan afmælisdaginn! Þú átt örugglega eftir að minnast hans það sem eftir er. Ég hló nú svolítið að baðsögunni, aðallega af því að ég sá sjálfa mig alveg lenda í svona aðstæðum hahaha. Við erum svolítið líkar með sumt Stella mín.

Anna sagði mér að síminn þinn hefði orðið batteríslaus svo ég ákvað að hringja bara seinna. Hugsaði bara fallega til þín í gær í staðinn.

Góða skemmtun með stelpunum. Við heyrumst hressar. Knús og kossar úr kuldanum á Fróni.

Stella said...

Takk Gógó mín, Baðið var nú alveg ótrúlegt.
Takk fyrir hugsanirnar þær komumst til skila held ég bara.

Anna frænka said...

Elsku Stella mín! Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las baðsöguna þína. Ég hef lent í því að sturtuhaus hafi farið svona hjá mér og trúðu mér, ég var ekki kát! Frábært hvað þú áttir góðan afmælisdag! Já, nú styttist í að þú komir heim og vá hvað ég hlakka til að knúsa þig! Það verður frábært að fá þig heim! Gangi þér sem best í skólanum og ég hringi bráðlega í þig skvísa :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Unknown said...

Yndislegt að heyra í þér Stella mín á afmælisdaginn. Ótrúlegt að það eru bara þrjár vikur í að þú komir heim. Búið að plana fullt af hittingi á meðan þú staldrar við á Frónni :) ætli þú fáir ekki bara nóg af okkur.
Hlakka svo til að hitta þig :) Kveðja Lilja.

Stella said...

Guð ég fæ nú ekki nóg af ykkur, hlakka bara til að koma heim.

Sella said...

Hahahahah vá hvað ég hló mikið yfir baðsögunni þinni - þú fyrirgefur en týbískt þú elsku Stella mín ;)

Mikið var þó gaman að lesa um afmælisdaginn, áttir greinilega æðislegan dag. Reyndi einmitt að hringja í þig en neiiii þú vildir ekki svara ;) hehe

En njóttu næstu daga í London og gangi þér vel í skólanum, sjáumst svo á klakanum eftir oggu ponsu pínu ponsu tíma

Love you - knús frá Köben

Anna frænka said...

Takk fyrir notalegt og skemmtilegt samtal sem við áttum saman núna í vikunni, alltaf svo gaman að tala við þig elsku "litla" frænka mín. Er nokkuð að frétta af músarganginum þarna hjá ykkur? Ég vona innilega að þú fáir ekki heimsókn af þeirra hálfu inn til þín...!! Andstyggilegt, en já, nú eru 15 dagar í að þú komir heim, tel þennan dag ekki með og heldur ekki daginn sem þú lendir svo það eru já nákvæmlega þrjár vikur þar til þú kemur aftur hingað heim! Það verður svo gaman hjá okkur og við eigum svo sannarlega eftir að hittast oft :) Ohh, ég hlakka svo mikið til! Nú teljum við bara niður dagana þar til þú kemur skvísa! Gangi þér vel í skólanum og við verðum í sambandi krúsídúllan mín. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Stella said...

anna min eg veit ekki hvad thin vika er long en thad eru um 2 vikur thar til eg kem heim. eda a Laugardaginn lendi eg eftir 2 vikur a Keflavik airport.
Sella eg veit ad thetta er ekta eg, eg er alveg ad na ad halda minu ordspori her sem hrakfallabalkur.
Engar mys enn sem komid er 7, 9, 13 og berja a vid.

Anna frænka said...

Úbbs.... Ég leit svona hressilega vitlaust á dagatalið elsku Stella mín! Ef þetta eru ekki ákveðin ellimerki þá veit ég ekki hver þau eru! Jiii, hvernig ég talið svona kolvitlaust er mér hins vegar hulin ráðgáta! Hér með biðst ég sko margfaldlegrar afsökunar...! Gott að mýsnar skuli halda sér frá þér, 7, 9, 13 og ég sló í viðinn líka :) Hlakka svo til að sjá þig eftir 2 vikur :) Það sem þú verður knúsuð rækilega stelpa litla! Sjáumst eftir 2 vikur. Heyri í þér áður að sjálfsögðu! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.