Sunday, October 26, 2008

Listamaðurinn Stella

Jæja nú er ein mjög busy vika liðin, í síðustu viku sýndi ég loksins verkefnið mitt. Eins og áður hefur komið fram var okkur skipt niður í nokkra hópa og áttum að vera með sýningu sem mætti ekki eiga sér stað inn í leikhúsi, ekki með neitt leikhúsdót og ekki neina ensku talaða. Jæja þemað var Explorars og við ákváðum að taka fyrir undur veraldar, en breyttum því í okkar undur veraldar. Við tókum fyrir Norðurljósin góðu (það var mitt), Christ of redeema, The lost city of Atlantis og píramídana í Giza
Við sýndum þau svo öll úti við og það var spáð rigningastormi og storumurinn kom en rigningin kom sem betur fer ekki fyrr en við höfðum lokið okkur af eða akkúrat þegar ég var að hlaupa með tölvuna mína inn :)
Ég sá um norðurljósin og móðir mín sendi mér frábæran DVD disk með myndböndum af norðurljósunum og ég varpaði þeim á tjald sem hékk upp í risastóru tré, síðan á einhverjum tímapunkti sagði ég að ég gæti nú alveg teiknað og málað!!! þeir sem þekkja mig vita að ég er nú enginn svaðalegur listamaður. En ég tók s.s. að mér að teikna upp Krist á risastóran striga. Heyrðu það tókst svo bara ágætlega allir ánægðir með þetta nema einn kennarinn minn spurði afhverju Jesú væri svona líkur Nunnu. (hann er farinn á svarta listan) svo flaug píramídinn nokkrum sinnum í burtu, rifnaði í tvennt og allt sem hugsanlega gat gerst gerðist.

Svo á föstudaginn komu stjórnendur leikhóps sem heitir Punch Drunk Theatre og þau gáfu okkur komment á okkar verk, minn hópur fékk góð komment og er ég bara frekar ánægð með frammistöðu okkar. Í hópnum mínum var að finna duglega krakka og aðra sem voru kannski misduglegir en það skemmtilega við þetta allt saman er að einhvern veginn þegar á endasprettinn er kominn þá vinna allir saman og ná að klára hlutina í sameiningu.

Í næstu viku verð ég svo að vinna að leiksýningu sem heitir The last ones, ég verð að ég held í því að taka á móti viðskiptavinum og eitthvað er ekki alveg viss en ég kemst að því fljótlega. En næsta vika verður þéttsetin og verð líklega í skólanum í 10 til 12 tíma seinnihluta vikunnar sem verður bara gaman.

En svona smá um hvernig lífið er hérna, hér er allt morandi í íkornum sem ég hélt alltaf að væru sæt lítil dýr en þetta eru bara rottur í fallegri búning, það er dúfur út um allt sem eru líka bara fljúgandi rottur, svo rignir svo oft hérna að moldin er bara ein drulla og maður er á svelli þegar maður labbar í henni ( vil nú frekar snjóinn og detta í honum því þá er maður amk hreinn þegar maður stendur upp)
Ég er farin að fylgjast með Strictly come danceing sem er þáttur þar sem breskar stjörnur dansa við atvinnumenn og allt til þess að vinna keppnina, svo komst ég að því í gær að X-factor er í gangi hérna úti núna og ég er einmitt að horfa á úrslitin núna með öðru auganu, þar er vinur minn Simon Cowell í lykilhlutverki og hann er bara góður við fólk í UK.

En ég hef það rosagott og svo styttist bara í jólin....

Lov jú all

Friday, October 17, 2008

Íslendingur í Bretlandi

Jæja nú er maður víst hriðjuverkamaður í Bretlandi samkvæmt Hr. brúnum sem er auðvitað mesta skítkast sem ég hef á ævinni heyrt. En þetta er ekki að hafa mikil áhrif á mig, manni finnst auðvitað skrýtið að heyra fólk tala um Ísland í strætó og á kaffistofunum en þetta er nú að lægja.

Mamma og Ebba eru nýfarnar heim og það var æðislegt að hafa þær hjá sér, þær gistu á litlu B&B sem er rétt hjá mér. Þetta var kannski ekki það besta sem ég hef séð en betra en margt sem ég hef séð, við vorum þarna þrjár eiginlega allan tíman og nutum þess vel. Við fórum mikið út að borða, versluðum smá, fórum tvisvar í leikhús einu sinni á sýningu hjá Bjartmari félaga mínum og svo á We will rock you sem var bæði æði og svo löbbuðum við út um alla Lúndúnaborg. Þetta var dásamlegur tími en það styttist í að ég kem heim þannig það er ekki langt í að þær þurfa að taka mig um Reykjavík í sight seeing ;)

Eftir að ég skilaði mömmu og Ebbu af mér fór ég og vinkona mín sem er að læra með mér að halda upp á afmælið hennar og löbbuðum við um ALLA LONDON held ég bara fórum og fengum okkur að snæða og fórum svo á brilliant puppett söngleik sem heitir Avenue Q. Söngleikur er mjög dónalegur, fyndinn og er eiginlega Sesame street fyrir fullorðna.

Ég er á fullu í verkefni sem ég er að fara að skila af mér á fimmtudaginn þar sem við verðum með 15 mínútna sýningu sem mun vera um okkar undur heimssins þar sem m.a. verður sýning á Norðurljósunum okkar fögru. Fram að næsta fimmtudag verður mikil vinna en vonandi mjög skemmtileg vinna.

Ég tók mér samt smá pásu á miðvikudagskvöldið og fór á pöbbinn með nokkrum vinum mínum hérna sem eru á öðru ári. Við erum að labba af stað og allt í einu bryja strákarnir tveir að syngja lag sem ég kannaðist bara allt of mikið við, ég heyrði ekki alveg hvað þeir voru að segja en ég var handviss að þetta væri lagið Á Sprengisandi og þegar ég heyrði þetta fór ég að pæla hvort þetta væri Breskt lag. Ég stoppa sönginn og spyr hvað þeir eru að syngja og þeir bara við erum að syngja íslenskt lag og við byrjum að syngja þetta saman....
Ég spyr þá svo hvers vegna þeir kunna þetta og hvar þeir lærðu þetta. Þeir höfðu lært þetta í skólanum þeir þurftu að læra Vögguvísur og nota bene þá var íslensk stelpa sem seldi þeim að þetta væri íslensk vögguvísa.

Nú bara svona svo ég sé ekki ein í heiminum sem er að undra mig á því að einhver hafi kallað þetta vögguvísu þá eru hér brot úr textanum sem mér finnst engan vegin eiga heima í vögguvísu

Hér á reiki' er margur óhreinn andinn
úr því fer að skyggja á jökulsvell.

þurran vill hún blóði væta góm,

Álfadrotting er að beisla gandinn,
ekki' er gott að verða' á hennar leið.

og svo er auðvitað bara málið þetta er ekki vögguvísa.

Leiter
Stella

Tuesday, October 7, 2008

Staðan í dag

Jæja nú er mánuður síðan ég flutti til London, ótrúlegt en satt, mér finnst þetta nú hafa verið lengri tími en það er ekki aðalatriðið tíminn er farinn að líða frekar hratt núna. Mamma og Ebba koma í hádeginu á morgun og ég er nú ekkert smá spennt að fá að hitta þær. Við gerum eflaust eitthvað stórskemmtilegt kíkjum á markaði, kaffihús og kannski löbbum um fögru London.

Ástandið á Íslandi er ekki gott en eins og þið kannskið vitið þá veit ég að réttur maður er að halda utan um málin og þetta verður allt í lagi. En við stöndum saman eins og Íslendingar þá verður þetta allt í lagi.

Ég rakst á þetta á bloggi hjá Guffa vini mínum úr flokknum. Þetta er myndband frá Dúndurfréttum held ég alveg örugglega þarna eru amk. Matti Matt,Pétur Jesú og Einar gítarleikari með meiru. Njótið þess að horfa á þetta, þetta er eitthvað sem allir eiga að hlusta á.

Segi meira frá London næst.

Ykkar Stella

Wednesday, October 1, 2008

Smá pælingar

Alltaf þegar ég þarf að segja eftirnafn mitt fær fólk svona Úff svip á sig eins og ég hafi sagt eitthvað annað hvort hræðilega leiðinlegt eða rosalega erfitt (ég giska að það sé það síðra).

Um daginn heyrði ég samt alveg frábært út undan mér... "When these Icelandic people tell me their name I wanna say Bless you, because it's like their sneezing."
Ég held að ég hafi ekki heyrt meiri vitleysu lengi og get this... ég held að hún hafi verið norks sú sem sagði þetta.

Smá svona skemmtun í leiðindaveðri í Lundúna borg með pundið 192 krónum, ég trúi á að þetta lagist von bráðar... trúin getur víst fært fjöll kannski líka gert gengið betra hver veit??

Stella í heimspekinglegum pælingum