Saturday, January 24, 2009

Fólk sem er Íslandi til smánar

Það er ekki hægt að segja annað en síðustu dagar hafi verið hreint út sagt sorglegir. Ég bið góðan Guð um skjótan og góðan bata fyrir Geir og auðvitað Ingibjörgu líka.

Ég verð að segja að fólk eins og Hörður Torfason og Þráinn Bertilsson eru menn sem minna mig helst á ógeðslega kvikmynd þar sem handritið er um einhverja hrotta sem versna bara með hverri senu og einhvern veginn trúir maður ekki að þetta geti versnað en jú jú það versnar bara. Ég óska þeim ekki neins ills en ég óska þess að þeir sjái samt hversu ljótan hlut þeir hafi gert og sjái að sér og viðurkenni sín mistök eins og þeir eru svo æstir í að aðrir geri.

Svo er annað þetta lið sem er að mótmæla með ofbeldi, ég vildi helst loka þetta lið allt inni, þau eru ekki bara sér til skammar heldur Íslandi, landinu sem þeim þykir víst svo rosalega vænt um. Ég er orðin bálreið út í þetta fólk ég skammaðist mín ekkert hér þegar bankarnir hrundu fyrir að vera íslensk, ég fór út með höfuð hátt og hefði öskrað það í Downingstræti 10 að ég væri íslensk. En í dag skammast ég mín mjög fyrir hvernig hluti þjóðarinnar lætur, þetta er eins og hinn versti skrípaleikur. Greyið lögreglumennirnir eru í stórhættu, stjórnmálamennirnir geta varla komið út úr Alþingi og svo er bara spursmál hvenær þetta lið ræðst á óbreytta borgara.

Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um þetta. En kíkið á grein eftir Diljá Mist vinkonu minnar á Deiglunni hann er harðorður en hún hefur nú ekki verið þekkt fyrir að segja neitt annað en það sem henni finnst. Ég var sammála held ég nánast hverju einasta orði í þessum pistli.

Svo líka fyrir þá sem halda að Steingrímur J sé málið bið ég ykkur um að lesa þetta og hugsa ykkur tvisvar um áður en þið veljið hann sem næsta forsætisráðherra, og ég bið nú til Guðs að það geri enginn sem ég þekki. Deiglan

Annars er allt gott af mér að frétta ég set inn einhverjar fréttir síðar.

Monday, January 12, 2009

Lífið í Londres

Jæja nú er rúm vika síðan ég sigraði Gógó svo eftirminnilega í Singstar í öngu öðru lagi en The Winner Takes it All, ehhemm :)
Lífið hérna úti er farið að ganga sinn vanagang ekki að það að það gerði það ekki fyrsta daginn sem ég kom hingað út, nóg er að gera í skólanum og svo er ég að vinna að sýningu þar sem ég er Associate producer. Sýningin heitir 4.48 Psychosis og er mjög dimmt verk sem höfundur verksins skrifar rétt áður en hún fremur sjálfsmorð, þótt ótrúlegt megi virðast þá er verkið einstaklega vel skrifað, auðvitað er það frekar þungt en á köflum bjartsýnt og fyndið, á köflum! Frumsýning á verkinu er 22. janúar þannig að það styttist í þetta. Til gamans má geta að Borgarleikhúsið er einmitt að setja upp öll verk þessarar konu í febrúar held ég.

Svo er hefur ekki mikið annað verið í gangi ég er búin að fara tvisvar inn til London annað skiptið til þess að versla smá og hitt var um helgina þar sem ég og Hreiðar fengum okkur æðisgengin mat og haldið ykkur nú.....
Í HVERFINU ÞAR SEM COLIN FIRTH BÝR ég er á leiðinni þangað á morgun til þess að sjá Edda Klippikrumlu sem ballet held ég en kannski finn ég Colin og næ auga hans og þegar það er komið í höfn þá tek ég formlega upp nafnið Stefanía Sigurðardóttir Firth því hann mun vilja giftast mér.

Vonandi hafið þið það öll gott og þangað til næst
Stella

Sunday, January 4, 2009

Komin til Sidcup

Jæja nú er maður sestur aftur við skrifborðið í kalda herberginu sínu. Núna sig ég við tölvuna í ullarsokkum með ullarteppi vafið utan um mig með ofninn á fullu en ekkert virðist slökkva á kuldanum.
Ferðalagið hingað var gott tók stuttan tíma og svona þannig þetta var bara næs.
Ég ætlaði bara að henda inn nokkrum línum svo allir viti að ég sé komin til London heil og svona.
Takk fyrir frábæra Íslandsdvöl. Heyri í ykkur síðar