Saturday, January 24, 2009

Fólk sem er Íslandi til smánar

Það er ekki hægt að segja annað en síðustu dagar hafi verið hreint út sagt sorglegir. Ég bið góðan Guð um skjótan og góðan bata fyrir Geir og auðvitað Ingibjörgu líka.

Ég verð að segja að fólk eins og Hörður Torfason og Þráinn Bertilsson eru menn sem minna mig helst á ógeðslega kvikmynd þar sem handritið er um einhverja hrotta sem versna bara með hverri senu og einhvern veginn trúir maður ekki að þetta geti versnað en jú jú það versnar bara. Ég óska þeim ekki neins ills en ég óska þess að þeir sjái samt hversu ljótan hlut þeir hafi gert og sjái að sér og viðurkenni sín mistök eins og þeir eru svo æstir í að aðrir geri.

Svo er annað þetta lið sem er að mótmæla með ofbeldi, ég vildi helst loka þetta lið allt inni, þau eru ekki bara sér til skammar heldur Íslandi, landinu sem þeim þykir víst svo rosalega vænt um. Ég er orðin bálreið út í þetta fólk ég skammaðist mín ekkert hér þegar bankarnir hrundu fyrir að vera íslensk, ég fór út með höfuð hátt og hefði öskrað það í Downingstræti 10 að ég væri íslensk. En í dag skammast ég mín mjög fyrir hvernig hluti þjóðarinnar lætur, þetta er eins og hinn versti skrípaleikur. Greyið lögreglumennirnir eru í stórhættu, stjórnmálamennirnir geta varla komið út úr Alþingi og svo er bara spursmál hvenær þetta lið ræðst á óbreytta borgara.

Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um þetta. En kíkið á grein eftir Diljá Mist vinkonu minnar á Deiglunni hann er harðorður en hún hefur nú ekki verið þekkt fyrir að segja neitt annað en það sem henni finnst. Ég var sammála held ég nánast hverju einasta orði í þessum pistli.

Svo líka fyrir þá sem halda að Steingrímur J sé málið bið ég ykkur um að lesa þetta og hugsa ykkur tvisvar um áður en þið veljið hann sem næsta forsætisráðherra, og ég bið nú til Guðs að það geri enginn sem ég þekki. Deiglan

Annars er allt gott af mér að frétta ég set inn einhverjar fréttir síðar.

2 comments:

Sella said...

HEYR HEYR...gæti ekki verid meira en sammála tér Stella mín, SJS sem forsetisrádherra tá endanlega fer madur ekki heim á klakann á næstunni!!

Knús frá Køben ;)

Anna frænka said...

Mikið er ég hjartanlega sammála þér elsku Stella mín! Fólkið sem er að mótmæla er landinu til skammar! Mótmælin ganga út í öfgar, eitt er að mótmæla, annað er að mótmæla á þann hátt sem fólkið er að gera, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki til að dáðst að! Svo vona ég innilega að það verði ekki nokkur maður sem við tvær þekkjum svo vitlaus að kjósa hann Steingrím J! Það þarf enginn að halda það að betra taki við með hann og vinstri stjórnina til völd! Í guðanna bænum ekki kjósa þann mann! Ég óska Geir alls hins besta, vona að hann nái fljótum og góðum bata og standist þessa erfiðleikana. Ég sendi honum mínar allra bestu óskir og bestu kveðjur. Ég óska Ingibjörgu að sjálfsögðu hins sama. Svo sjáumst við eftir viku Stella mín og mikið verður gaman að hitta þig og borða allt góðgætið sem mun verða á boðstólum :) Sjáumst kátar eftir viku og heyrumst áður :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.