Saturday, February 21, 2009

Brit 2009 og leti

Brit verðlaunin
Fyrst ég bý nú í Bretlandi varð ég nú að horfa á The Brit Awards og verður að segjast að það var áhugavert.

Girls Aloud eru eitthvað það hræðilegasta sem ég hef séð, þær syngja falskt og ein þeirra var svo full á siðinu að það var nú varla fyndið.

Duffy er svo sæt og næs eitthvað, hún vann 3 verðlaun og fyrir mér áttu hún það alveg skilið. Kate Perry vann samt Beyonce sem besta alþjóðlega söngkonan sem ég skil ekki alveg því Kate Perry hefur gefið út hvað 2 lög og þau eru nú bara lala.

Svo er eitt sem ég verð að segja gefa U2 bara út eins lög? ég veit ekki mér finnst allt nýtt frá þeim vera eins og það gamla einhvern veginn... Coldplay líka alltaf eins... báðar hljómsveitir góðar og allt það en ekkert spennandi lengur.

Og Já Take That var þetta ekki búið??? Why ohh why þeir voru búnir þegar Robbie hætti en svo bara come back og þeir eru vinsælli en nokkru sinni fyrr. og enn og aftur alveg eins tónlist og fyrir 10 árum.

Mér fannst Kings of Leon og Duffy mjög góð á hátíðinni þau geta sungið Live og svo voru Pet Shop Boys frekar skemmitlegir.

Leti í kellu
Ég er hér að gera verkefni sem á að skila á mánudaginn sem er svona Press pack um sýningu af mínu vali, engin geimvísindi en samt tekur tíma og stundum (alltaf) langar mig að gera eitthvað annað eins og að horfa á Seinfeld.

Ég fór inn til London í gær það var mjög gaman, fór með Árna sem er á öðru ári í leikstjórn skólanum mínum. Við fórum á skemmtilegt svæði hjá Charing cross sem heitir Seven dials og það eru sjö verslunargötur sem eru tengdar með litlu torgi, fullt af skemmtilegum litlum búðum sem selja hönnunarvörur og ekki neitt Primark eða þannig verslanir. Ég verslaði reyndar ekkert því þetta er frekar dýrt hverfi en næst þegar ég ætla að vera góð við mig þá kíki ég þangað, bókað :)

Ég er búin að bóka far heim, ég kem heim þann 27 mars á föstudagskvöldi og fer svo til London aftur miðvikudaginn 15. apríl, þannig Ísland fær að njóta mín í 2 og hálfa viku.

Framundan
Svo er næsta vika OLA vika (organising live arts) annað árið er að skipuleggja ef skipuleggja skyldi kalla 3 viðburði sem við fyrsta árs nemarnir þurfum að hjálpa þeim við, það verður áhugavert. Svo er eitthvað danskvöld á fimmtudaginn þannig að það er nóg framundan í næstu viku sem á eftir að láta hana líða eins og elding.

Svo er skemmtilegt frá því að segja að Sella mín er að koma til mín þann 4 mars og verður hjá mér til 10 mars, Guð hvað ég hlakka til.

Þangað til næst
Stella

Saturday, February 14, 2009

London, Ísland, London

Nú er ég komin heim til Sidcup eftir að hafa lagt af stað heiman frá mér klukkan 3 í dag og kom heim á miðnætti þannig að það er ágætt ferðalag verð ég að segja miðað við að flug frá RVK til LONDON er rúmir tveir tímar.

Áður en ég kom til Íslands þá fór ég að sjá leikrit sem heitir Fairtrade sem Emma Thompson framleiddi einmitt, sýningin var frábær og fjallaði um mannsal. Emma Thompson og fleiri komu svo eftir sýninguna og svöruðu spurningum. Ég hugsaði um þetta þegar ég var svo á leiðinni heim og hvað þetta gæti nú ekki verið eins á Íslandi því það er svo erfitt að smygla fólki inn í landið en svo sá ég bara í fréttunum nokkrum dögum síðar að það er nóg um Mannsal heima. Sorglegt og vonandi getum við gert eitthvað í því svo þetta verði ekki eins og hér í London.

Svo á fimmtudagsnóttina bíð ég og bíð eftir niðurstöðum úr stúdentaráðskonsningum í Háskóla Íslands, og um tvöleitið fæ ég sms sem segir Vaka vann!!! ég var þá auðvitað komin upp í rúm og gat ekki annað en öskrað JEY og þá fattaði ég að ég væri ekki ein heima og þagnaði þá :) en svo héldu smsin áfram að streyma inn á síman og ég get sagt ykkur það að brosið fór bara ekki af mér. VAKA vann með 202 atkvæðum og ég er svo stolt af þeim að hafa náð þessum árangri en ég er auðvitað stoltust af honum Hlyn sem var hringistjóri í kosningunum og svo auðvitað hinum Breiðhyltingunum sem sýndu Röskvu í tvo heimana.

Svo fór ég heim og átti frábæran tíma þar ég hitti fullt af vinum og fjölskyldu, fór í leikhús, bíó, bæinnx2 meira að segja, hélt matarboð, fór í kaffiboð og svo margt fleira. Það sem stendur upp úr svoldið er leikhúsferðin þar sem ég sá Rústað eftir Söruh Kane og það var ógeðslegt en mjög flott. Sviðsmyndin var samt eiginlega svoldill toppur á þessu öllu saman því í miðri sýningu kemur sprenging og sviðsmyndin losnar í sundur og dettur um eina hæð og það er bara svo brilliant að það er ekki fyndið.

En ég ætti kannski að fara að halla mér...
þangað til næst
Stella

Monday, February 2, 2009

Lundúnir hafa lokað, vinsamlegast kannið stöðuna aftur síðar

Jæja Lundúnir eru bara lokaðar í dag úti er 20 til 30 cm snjór svona þar sem mest er og þá bara virkar ekkert í London, lestarnar, strætó, leigubílar, skólar og þið vitið allt annað er lokað. Skólinn minn var m.a. lokaður í dag vegna veðurs, bara svona til að þið skiljið hvernig þetta er þá er ekkert rok, engin leiðindi bara fallegt veður.

Í dag fór ég út með Emmu, Liz (stelpurnar sem ég bý með) og JD (kærasti Liz) til þess að kenna þeima að búa til snjókarl. við bjuggum til snjókonu alveg 4 kúlur en hún er núna aðeins of mikið að halla undir flatt ;) ég held að hún verði komin í jörðina þegar ég vakna í fyrramálið.

Annars vona ég bara að samgöngurnar fari að virka svo ég komist að sjá Emmu Thompsson og svo auðvitað svo ég nái að komast út á Standsted til að taka flugið til Íslands

Þangað til næst
Stella

Sunday, February 1, 2009

Hennar tími kom víst

Jæja ég ætla ekkert að breyta þessu bloggi í eitthvað pólitískt blogg en ætli maður geti komist hjá því að segja að Jóhanna Sigurðardóttir er ansi þrjósk kona og henni tókst áætlunarverk sitt þó það hafi tekið nokkur ár en hennar tími er víst kominn.

Jæja nú sit ég við gluggann minn hér í Sidcup og horfi á hvíta jörð, það hefur snjóað allmikið hér fólk þarf að fara að skafa í fyrramálið ef það er í raun hægt að keyra því bílarnir og bílstjórarnir eru ekki alveg nógu klárir í þennan snjó. Það er svoldið sætt það kemur smá snjóþekja og allir bretarni hljópa út til að búa til litla snjókarla og fara í snjókast. Mér finnst þetta rosalega cute en ég fór nú ekki út í snjókast en ég lánaði íslensku ullarvetlingana mína og þeir voru víst hlýjir :)

Undanfarið hef ég verið að vinna að sýningu sem við frumsýndum fyrir rúmri viku og vorum með tvær sýningar og það gekk bara ágætlega hjá okkur, það var gaman að kynnast öllu þessu fólki og læra svoldið á það hvernig allt virkar í skólanum.

Svo er ekki mikið meira að frétta nema að ég er að koma heim á föstudaginn og já.... á miðvikudaginn er ég að fara að sjá leiksýningu sem er framleidd af ekki ómerkari konu en Emmu Thompson og eftir sýninguna er svona Spurt og svarað sem Emma Thompson mun einmitt stýra og ætli ég reyni ekki að henda einni spurningu til Emmu :)

Þangað til næst
Stella