Saturday, February 14, 2009

London, Ísland, London

Nú er ég komin heim til Sidcup eftir að hafa lagt af stað heiman frá mér klukkan 3 í dag og kom heim á miðnætti þannig að það er ágætt ferðalag verð ég að segja miðað við að flug frá RVK til LONDON er rúmir tveir tímar.

Áður en ég kom til Íslands þá fór ég að sjá leikrit sem heitir Fairtrade sem Emma Thompson framleiddi einmitt, sýningin var frábær og fjallaði um mannsal. Emma Thompson og fleiri komu svo eftir sýninguna og svöruðu spurningum. Ég hugsaði um þetta þegar ég var svo á leiðinni heim og hvað þetta gæti nú ekki verið eins á Íslandi því það er svo erfitt að smygla fólki inn í landið en svo sá ég bara í fréttunum nokkrum dögum síðar að það er nóg um Mannsal heima. Sorglegt og vonandi getum við gert eitthvað í því svo þetta verði ekki eins og hér í London.

Svo á fimmtudagsnóttina bíð ég og bíð eftir niðurstöðum úr stúdentaráðskonsningum í Háskóla Íslands, og um tvöleitið fæ ég sms sem segir Vaka vann!!! ég var þá auðvitað komin upp í rúm og gat ekki annað en öskrað JEY og þá fattaði ég að ég væri ekki ein heima og þagnaði þá :) en svo héldu smsin áfram að streyma inn á síman og ég get sagt ykkur það að brosið fór bara ekki af mér. VAKA vann með 202 atkvæðum og ég er svo stolt af þeim að hafa náð þessum árangri en ég er auðvitað stoltust af honum Hlyn sem var hringistjóri í kosningunum og svo auðvitað hinum Breiðhyltingunum sem sýndu Röskvu í tvo heimana.

Svo fór ég heim og átti frábæran tíma þar ég hitti fullt af vinum og fjölskyldu, fór í leikhús, bíó, bæinnx2 meira að segja, hélt matarboð, fór í kaffiboð og svo margt fleira. Það sem stendur upp úr svoldið er leikhúsferðin þar sem ég sá Rústað eftir Söruh Kane og það var ógeðslegt en mjög flott. Sviðsmyndin var samt eiginlega svoldill toppur á þessu öllu saman því í miðri sýningu kemur sprenging og sviðsmyndin losnar í sundur og dettur um eina hæð og það er bara svo brilliant að það er ekki fyndið.

En ég ætti kannski að fara að halla mér...
þangað til næst
Stella

3 comments:

Anna frænka said...

Það var alveg hrikalega gott að hitta þig þegar þú komst í heimsókn núna og maturinn og eftirétturinn var alveg hrikalega góður, hreinasta lostæti! Svo var að sjálfsögðu gaman að hitta allar okkar yndislegu frænkur eins og alltaf. Já mansalið er víst til hérna líka, Ísland er ekki lengur "saklaust land", hér þrífst ýmislegt sem manni hefði ekki dottið í hug að gæti þrifist! Hlakka til að heyra í þér aftur elsku Stella mín. Verðum í sambandi, að sjálfsögðu! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka sem einfaldlega dýrkar þig og er búin að gera í 24, bráðum 25 ár :)

Hugrún said...

Hæ Stella, ég vissi ekki að þú værir með blogg :D Gaman að sjá þig um daginn, leiðinlegt samt að þurfa að fara að heim svo snemma.

Ég finn mig samt knúna til að vera smá besservisser (ég viðurkenni fúslega að ég er einn) en það er víst mansal ekki mannsal. ;) Man er gamalt orð yfir fólk í ánauð, ófrjálsan mann og yfir ambátt.
Ég var einmitt að horfa á rosalega mynd um mansal, mæli með henni. Hún heitir Taken. Ég vara samt við smá pirring í byrjun en það fór óstjórnlega í taugarnar á mér hvernig leikonan, sem leikur dóttur hans, hleypur. *hrollur* ;)

Kv
Hugrún

Stella said...

HAHA já ég var leiðrétt með þetta einmitt í fyrradag eða eitthvað, aldrei verið góð í n og nn reglum :)
Heyrðu ég þarf að kíkja á þessa mynd, hver er í henni?