Saturday, February 21, 2009

Brit 2009 og leti

Brit verðlaunin
Fyrst ég bý nú í Bretlandi varð ég nú að horfa á The Brit Awards og verður að segjast að það var áhugavert.

Girls Aloud eru eitthvað það hræðilegasta sem ég hef séð, þær syngja falskt og ein þeirra var svo full á siðinu að það var nú varla fyndið.

Duffy er svo sæt og næs eitthvað, hún vann 3 verðlaun og fyrir mér áttu hún það alveg skilið. Kate Perry vann samt Beyonce sem besta alþjóðlega söngkonan sem ég skil ekki alveg því Kate Perry hefur gefið út hvað 2 lög og þau eru nú bara lala.

Svo er eitt sem ég verð að segja gefa U2 bara út eins lög? ég veit ekki mér finnst allt nýtt frá þeim vera eins og það gamla einhvern veginn... Coldplay líka alltaf eins... báðar hljómsveitir góðar og allt það en ekkert spennandi lengur.

Og Já Take That var þetta ekki búið??? Why ohh why þeir voru búnir þegar Robbie hætti en svo bara come back og þeir eru vinsælli en nokkru sinni fyrr. og enn og aftur alveg eins tónlist og fyrir 10 árum.

Mér fannst Kings of Leon og Duffy mjög góð á hátíðinni þau geta sungið Live og svo voru Pet Shop Boys frekar skemmitlegir.

Leti í kellu
Ég er hér að gera verkefni sem á að skila á mánudaginn sem er svona Press pack um sýningu af mínu vali, engin geimvísindi en samt tekur tíma og stundum (alltaf) langar mig að gera eitthvað annað eins og að horfa á Seinfeld.

Ég fór inn til London í gær það var mjög gaman, fór með Árna sem er á öðru ári í leikstjórn skólanum mínum. Við fórum á skemmtilegt svæði hjá Charing cross sem heitir Seven dials og það eru sjö verslunargötur sem eru tengdar með litlu torgi, fullt af skemmtilegum litlum búðum sem selja hönnunarvörur og ekki neitt Primark eða þannig verslanir. Ég verslaði reyndar ekkert því þetta er frekar dýrt hverfi en næst þegar ég ætla að vera góð við mig þá kíki ég þangað, bókað :)

Ég er búin að bóka far heim, ég kem heim þann 27 mars á föstudagskvöldi og fer svo til London aftur miðvikudaginn 15. apríl, þannig Ísland fær að njóta mín í 2 og hálfa viku.

Framundan
Svo er næsta vika OLA vika (organising live arts) annað árið er að skipuleggja ef skipuleggja skyldi kalla 3 viðburði sem við fyrsta árs nemarnir þurfum að hjálpa þeim við, það verður áhugavert. Svo er eitthvað danskvöld á fimmtudaginn þannig að það er nóg framundan í næstu viku sem á eftir að láta hana líða eins og elding.

Svo er skemmtilegt frá því að segja að Sella mín er að koma til mín þann 4 mars og verður hjá mér til 10 mars, Guð hvað ég hlakka til.

Þangað til næst
Stella

6 comments:

Anna frænka said...

Hæ skvís! Gaman að tala við þig í gær eins og alltaf auðvitað :) Vááá hvað er gaman að heyra að Sella sé að koma til þín í heimsókn, verður pottþétt mikið gaman hjá ykkur vinkonunum! Svo styttist í að þú komir heim og mikið verður gaman að hitta þig aftur krúsídúllan mín! Aldeilis spennandi verkefni framundan hjá þér í skólanum, rétt hjá þér, tíminn er sko fljótur líða! Gangi þér vel með þetta allt saman og við heyrumst að sjálfsögðu hressar og kátar áður en langt um líður! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka sem dýrkar þig ekkert smá og já, takk fyrir að skrá mig inn í gær, ekki viss um að ég hefði munað eftir því sjálf! Þú passar svo sannarlega upp á hana frænku þína! Þú ert bara ekkert nema algert krútt og æði! Heyrumst kátar :)

Súsanna Ósk said...

Ég horfði endalaust mikið á Seinfeld um daginn, ógeðslega gaman. Nú er ég byrjuð að detta í Simpsons.

Sella said...

Duffy og Kings of Leon fá góðan stimpil hjá mér en finnst samt glatað að oft á svona verðlaunahátíðum fá alltaf sömu hljómsveitirnar verðlaunin þrátt fyrir að þau séu öll eins, og ekkert endilega skemmtileg...veit reyndar ekki hvernig þetta var í ár!

En eigum við eitthvað að ræða þetta elskan mín, ég er með fiðring í mallakút af spenning við að hitta þig, spjalla fram á kvöld, rölta í Sidcup, kíkja til London, tala enn meira og hafa það huggulegt!

Bara níu dagar elskan..... miss you!

Unknown said...

Oh my! Verðuru í 2 og hálfa vikur:D:D
ég er ótrúlega spennt að þú komir heima dúllídúll rosssa rosssa;) kannastu við þetta?

Stella said...

Rossa rossa besta systir, aka eina systir ;)
Hlakka líka til að koma heim.
I love Seinfeld Sús þeir eru bestir.
Sella það er ekki nema núna fjórir dagar og svo kemur miðvikudagur og þá hittumst við á Liverpool Street station.
Alltaf gaman að heyra í þér Anna mín

Anna frænka said...

Sömuleiðis alltaf hrikalega gaman að heyra í þér elsku Stella mín, gaman að heyra í þér í gær en ég held ég fari að senda þér sms áður en ég hringi til að athuga hvort þú sért nokkuð að borða! Ég er mjög nösk á að hringja þegar þú ert að gæða þér á einhverju... Nú styttist í að Sella komi til þín og þá verður nú aldeilis fútt og fjör hjá ykkur. Hlakka svoooo mikið til að sjá þig þegar þú kemur heim sem er bara í lok þessa mánaðar! Heyrumst kátar og sjáumst í lok mars :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.