Monday, February 2, 2009

Lundúnir hafa lokað, vinsamlegast kannið stöðuna aftur síðar

Jæja Lundúnir eru bara lokaðar í dag úti er 20 til 30 cm snjór svona þar sem mest er og þá bara virkar ekkert í London, lestarnar, strætó, leigubílar, skólar og þið vitið allt annað er lokað. Skólinn minn var m.a. lokaður í dag vegna veðurs, bara svona til að þið skiljið hvernig þetta er þá er ekkert rok, engin leiðindi bara fallegt veður.

Í dag fór ég út með Emmu, Liz (stelpurnar sem ég bý með) og JD (kærasti Liz) til þess að kenna þeima að búa til snjókarl. við bjuggum til snjókonu alveg 4 kúlur en hún er núna aðeins of mikið að halla undir flatt ;) ég held að hún verði komin í jörðina þegar ég vakna í fyrramálið.

Annars vona ég bara að samgöngurnar fari að virka svo ég komist að sjá Emmu Thompsson og svo auðvitað svo ég nái að komast út á Standsted til að taka flugið til Íslands

Þangað til næst
Stella

4 comments:

Sella said...

hehe kenna fólki að búa til snjókall það er bara fyndið! Þetta var bara vetrar hversdagsleikinn okkar í gamladaga þegar maður hljóp eins og vindurinn út til að búa til snjókall, snjóhús, renna sér á stigasleða eða búa til engla.

Fyndið að allar samgöngur stoppi - en þetta er líka svona hér i Köben, má ekki koma smá slydda og þá er allt í fokki!!

Vonandi reddast þetta og þú og Emma verðið like this á miðvikudaignn ;) Have fun elskan!

KNÚS Í KRÚS TIL ÞÍN frá kaldri Köben

Anna frænka said...

Þetta er ekkert nema fyndið sjáðu til, að þurfa að kenna fólki í sjálfri Lundúnaborg að búa til snjókarl er alger brandari! Var einmitt að hlæja í morgun þegar ég heyrði að allt væri stopp og lokað í Lundúnum vegna snjós og veðursins! Þeir ættu að koma hingað Englendingarnir, þá fengju þeir að kynnast snjó og vetri svo um munar :) Annars góða skemmtun og gangi þér vel á morgun, kannski getur þú fengið hana Emmu til að kynna þig fyrir Colin hinum himneska Flirth... Ohh, það má láta sig dreyma um það :) Sjáumst svo eftir öööörfáa daga skvísa. Ástarkveðja, knús og fullt af krami líka, þín Anna frænka.

Stella said...

HAHA, já en Lundúnir opnuðu aftur í dag, enn sami snjórinn en þeir eru víst að læra á þetta eða eitthvað.
Vonum bara að sýningin verði á morgun og verði ekki frestað vegna snjós. :)

Anna frænka said...

Verð að segja við þig enn og aftur góða skemmtun með Emmu í dag :) Ohh, hvað ég hlakka til að heyra um þetta allt saman hjá þér. Hafðu það sem best í snjónum í London :) Ég er að FRJÓSA úr kulda hér því það er svo hræðilega mikið kalt!! Hlakka til að komast heim og halda áfram að horfa á 4. seríuna af Desperate Housewifes. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.