Sunday, February 1, 2009

Hennar tími kom víst

Jæja ég ætla ekkert að breyta þessu bloggi í eitthvað pólitískt blogg en ætli maður geti komist hjá því að segja að Jóhanna Sigurðardóttir er ansi þrjósk kona og henni tókst áætlunarverk sitt þó það hafi tekið nokkur ár en hennar tími er víst kominn.

Jæja nú sit ég við gluggann minn hér í Sidcup og horfi á hvíta jörð, það hefur snjóað allmikið hér fólk þarf að fara að skafa í fyrramálið ef það er í raun hægt að keyra því bílarnir og bílstjórarnir eru ekki alveg nógu klárir í þennan snjó. Það er svoldið sætt það kemur smá snjóþekja og allir bretarni hljópa út til að búa til litla snjókarla og fara í snjókast. Mér finnst þetta rosalega cute en ég fór nú ekki út í snjókast en ég lánaði íslensku ullarvetlingana mína og þeir voru víst hlýjir :)

Undanfarið hef ég verið að vinna að sýningu sem við frumsýndum fyrir rúmri viku og vorum með tvær sýningar og það gekk bara ágætlega hjá okkur, það var gaman að kynnast öllu þessu fólki og læra svoldið á það hvernig allt virkar í skólanum.

Svo er ekki mikið meira að frétta nema að ég er að koma heim á föstudaginn og já.... á miðvikudaginn er ég að fara að sjá leiksýningu sem er framleidd af ekki ómerkari konu en Emmu Thompson og eftir sýninguna er svona Spurt og svarað sem Emma Thompson mun einmitt stýra og ætli ég reyni ekki að henda einni spurningu til Emmu :)

Þangað til næst
Stella

2 comments:

Anna frænka said...

Já, Jóhönna reyndist sannspá með að hennar tími myndi koma! Vonandi endist hennar tími stutt sem forsætisráðherra og ég vona önnur stjórn taki við í vor. Hef enga trú á þessari stjórn, meira að segja er í henni fólk sem ég hef aldrei heyrt nefnt á nafn! Hver er til dæmis þessi nýji dóms- og kirkjumálaráðherra? Almáttugur hvað ég öfunda þig af því að fá að hitta Emmu Thompson og fá að tala við hana.. Hlakka svooooo mikið til að hitta þig á sunnudaginn og heyra hvað ykkur fór fram! Já og ég veit ekki hvernig stendur á því að ég get núna komist inn á síðuna þína í vinnunni! Það er búið að loka á ansi margt hér, meira að segja Barnaland.is! Jæja, en ég hlakka svo mikið til að sjá þig á sunnudaginn skvísa! Gangi þér vel í skólanum :) Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Súsanna Ósk said...

Ég myndi spyrja Emmu: Emma dear! What´s your favorite colour darling?