Monday, March 2, 2009

Veikindin náðu mér á endanum

Sælt veri fólkið
ég hef verið svona semí slöpp af og til síðan ég flutti, alltaf svona ég held að ég sé að verða veik en svo næ ég því alltaf af mér, en ekki í þetta sinn. Hiti og hálsbólga og almenn leiðindi hafa náð mér. Það er frekar óþolandi að vera ekki með Ebbu eða mömmu til að snúast í kringum sig þegar maður er veikur, maður þarf að útbúa sinn mat sjálfur sem er auðvitað út í hött!
En ég hef ákveðið að ná heilsu fyrir miðvikudaginn því þá kemur Sella mín í heimsókn og það verður sko partý :)
Fyrri hluti síðustu viku sem var eins og áður hefur komið fram OLA dagar var bara með þeim leiðinlegri síðan ég flutti hingað, okkur fyrsta árs nemunum kemur ekkert sérlega vel saman við annað árið. En á fimmtudaginn var svona klúbbkvöld í skólanum eða Purpel Thursday á Plastic Red (ég veit að þetta hljómar einkennilega) ég fór svo að kalla þetta Purple Onion eins og einn félagi minn kallaði þetta hérna. Það var svaka stuð á okkur, ég held að ég hafi ekki dansað svona mikið síðan helgina áður en ég fluttist hingað þegar við fórum nokkur á Tinu Turner show.
Svo var föstudagurinn tekinn í afslappelsi. Á laugardaginn var ég ásamt aðalframleiðandanum Tom og leikstjóranum Kim með prufur fyrir leiksýninguna Atr Truth and Politics svo fór ég bara út í búð sem betur fer því annars væri ekkert til hérna því ég komst ekki út í gær og svo sannarlega ekki í dag.
En jæja ætla að fara að koma mér upp í sófa að horfa á 90210 ég veit að það er ekki mjög töff en Brenda er í því og eins og Svanhvít skrifaði einhvern tíman í einhverja minningabók sem ég átti þá var lífsmarkmið mitt að verða eins og Brenda í Beverly Hills og viti menn hún er í leikhúslífinu í 90210 hver veit kannski bara hitti ég minn Dylan á næstunni :)
Þangað til næst
Stella

2 comments:

Anna frænka said...

Elsku Stella mín! Þvílík endemis óheppni að þú skyldir fá þessa andstyggðar pest og að vera þarna úti og enginn að stjana við þig er auðvitað bara rugl! Ég er nú reyndar viss um að mamma þín og Ebba myndu gjarnan vilja vera hjá þér og stjana við þig, þær eru góðar í því! Vona bara að þú verðir orðin hress á morgun en mundu bara að fara vel með þig :) Við verðum svo bara í sambandi og Stella, það kyngir niður snjó hérna núna!! Ekki gaman get ég sagt þér! Hafðu það sem best og reyndu að ná þessari andstyggðar pest úr þér. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Sella said...

Beverly Hills 90201 er bara töff og mikið vona ég að þú hittir þinn Dylan sem allra fyrst ;)

En ég verð nú bara að segja að hálsbólga og hiti er af hinu slæma og ég vona svo sannarlega að þú sért í þann mund að losna við þennan óþverra því ég fer í loftið eftir hvorki meira né minna en 4 1/2 tíma....já bíddu bara, Sellas&Stellas days in London eru að verða að veruleika.

Svo ég segi bara hlakka til að sjá þig í London á eftir, ætla að koma mér í að pakka og hoppa í sturtu.... bí bí fljúga ;o) hehe

PS fékk loksins leiðbeinanda í dag fyrir lokariterðina mína svo það er tími til að fagna í kvöld hehe