Tuesday, March 17, 2009

Sól, sól skín á mig

Nú er bara komið sumar in London town, hér er sól og hlýja.

Sella var hér í næstum viku og nutum við góðra tíma saman, við fórum í leikhús í skólanum mínu, afmæli hjá Hreiðari, bíó á Confession of a Shopaholic,borðuðum út um alla borg, og svo fórum við að versla eitthvað smávegis aðallega bara á labba á milli veitingastaða samt. Það var algert æði að hafa Sellu hjá sér svona lengi og hlakka ég bara itl í að kíkja á hana einhvern tíman í Köben.

Svo er ég að fara að flytja eða allavega lýtur allt út fyrir það. Hér getið þið séð myndir af húsinu. Ég er að fara að búa með tveim íslendingum sem eru bæði með mér í skólanum. Við flytjum inn 20. apríl en fram að því er mikið að gerast.

Ég þarf að flytja út úr herberginu mínu áður en ég kem heim þannig ég þarf að pakka 0öllu hér, svo kem ég heim og fæ að sjá frábæru sýninguna RENT þar sem litla sys fer með stórt hlutverk og svo gerir maður eitthvað annað skemmtilegt heima. Svo fer ég aftur út og þá eru æfingar á leiksýningu sem ég er að frumsýna 21. apríl í skólanum þannig það verður nóg að gera þegar ég kem aftur út.

Jæja mig langaði bara að láta ykkur aðeins vita af mér, ég hlakka til að sjá ykkur öll hress á klakanum.

Þangað til næst
Stella

7 comments:

Sella said...

Saknaðarkveðjur héðan frá Köben, skrítin tilfinning að lesa þetta blog hjá þér skvís....mig langar bara aftur til þín!

Æðislegir S&Sdays in London og takk enn og aftur fyrir mig þetta var æði!! Þú veist þú ert alltaf velkomin til Köben....just let me know og ég sæki auka sæng ;o)

Farðu vel með þig elskan og sjáumst vonandi sem fyrst....knús frá Borginni þar sem vorið er að koma

Anna frænka said...

Vorið er líka að koma hérna á Fróni, allavega lítur svo út í dag en auðvitað er allra veðra von hér eins og við vitum! Mér líst rosalega vel á húsið, það verður aldeilis kósí að heimsækja þig þarna út, já Stella litla, ég mun koma til þín einhvern tíma á þessu árinu, það er að minnsta kosti planið :) Hlakka hrikalega mikið til þess að hitta þig þegar þú kemur heim og þú verður sko EKKI fyrir vonbrigðum með sýninguna hennar Ebbu því stelpan er ekkert smá FLOTT í henni! Hún er algert æði og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér sem leik- og söngkona :) Jæja, en sjáumst eftir bara rúma eina og hálfa viku eða svo (vona ég reikni rétt núna). Hafðu það sem best og njóttu þín í sumarblíðunni í London. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Stella said...

Ohh Sella ég segi það sama, gólfið mitt er bara eitthvað tómt. Vonandi sjáumst við sem fyrst hver veit hvort ég verði í Danmörku í maí komumst að því fljótlega.
Anna mín þú ert bara nokkuð nærra lagi í að reikna þetta út ég kem heim eftir viku og tvo daga. Hlakka til að sjá þig.

Anna frænka said...

Já ég var bara nokkuð skýr í reikningnum, en eins og þú eflaust veist krúsídúllan mín þá var ég aldrei góð í stærðfræði... En já, það styttist í að við hittumst, það verður sko aldeilis gaman. Hlakka svo mikið til. Að sjálfsögðu heyri ég í þér áður en þú kemur heim :) Breytist trúlega aldrei með að hafa gaman af að spjalla við þig í síma elsku frænka mín :) Heyrumst og sjáumst, ástarkveðja, mörg knús og kram, þin Anna frænka.

Anna frænka said...

Það styttist og styttist í að þú komir heim.... Það verður aldeilis gaman að hitta þig á laugardaginn skvísa lísa! Hlakka svo mikið, mikið til :) Þú mátt alveg taka sólina og vorið með þér hingað heim - okkur veitir ekkert af góðu veðri hérna. Sjáumst kátar og takk fyrir að senda mér sms-ið í gær og segja mér frá henni Jade. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.

Anna frænka said...

Vúbbs, ég er aldeilis iðin við að skrifa hér inn....! Sérðu bara hvað ég fylgist með þér elsku frænka mín? Annars, á morgun ertu að koma til landsins og ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn fæ ég að knúsa þig! Hlakka ekkert smá til elsku Stella mín. Lofa að fara varlega þó :) Sjáumst kátar og hressar og heyrumst að sjálfsögðu líka kátar og hressar! Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka sem dýrkar þig í tætlur :)

Anna frænka said...

Er brjálað að gera hjá þér skvísa? Skrifa inn á þessa færslu því engin ný er komin... Vonandi ertu komin til London heilu og höldnu! Hlakka til að heyra í þér elsku Stella mín. Ástarkveðja, knús og kram, þín Anna frænka.
P.S. Hrikalega var gaman að hitta þig þegar þú varst hérna síðast og ekkert smá skemmtilegt að spila Popppunktinn! Verðum að endurtaka þetta þegar þú kemur næst í frí og fara líka í Singstar... :)