Jæja nú er maður víst hriðjuverkamaður í Bretlandi samkvæmt Hr. brúnum sem er auðvitað mesta skítkast sem ég hef á ævinni heyrt. En þetta er ekki að hafa mikil áhrif á mig, manni finnst auðvitað skrýtið að heyra fólk tala um Ísland í strætó og á kaffistofunum en þetta er nú að lægja.
Mamma og Ebba eru nýfarnar heim og það var æðislegt að hafa þær hjá sér, þær gistu á litlu B&B sem er rétt hjá mér. Þetta var kannski ekki það besta sem ég hef séð en betra en margt sem ég hef séð, við vorum þarna þrjár eiginlega allan tíman og nutum þess vel. Við fórum mikið út að borða, versluðum smá, fórum tvisvar í leikhús einu sinni á sýningu hjá Bjartmari félaga mínum og svo á We will rock you sem var bæði æði og svo löbbuðum við út um alla Lúndúnaborg. Þetta var dásamlegur tími en það styttist í að ég kem heim þannig það er ekki langt í að þær þurfa að taka mig um Reykjavík í sight seeing ;)
Eftir að ég skilaði mömmu og Ebbu af mér fór ég og vinkona mín sem er að læra með mér að halda upp á afmælið hennar og löbbuðum við um ALLA LONDON held ég bara fórum og fengum okkur að snæða og fórum svo á brilliant puppett söngleik sem heitir Avenue Q. Söngleikur er mjög dónalegur, fyndinn og er eiginlega Sesame street fyrir fullorðna.
Ég er á fullu í verkefni sem ég er að fara að skila af mér á fimmtudaginn þar sem við verðum með 15 mínútna sýningu sem mun vera um okkar undur heimssins þar sem m.a. verður sýning á Norðurljósunum okkar fögru. Fram að næsta fimmtudag verður mikil vinna en vonandi mjög skemmtileg vinna.
Ég tók mér samt smá pásu á miðvikudagskvöldið og fór á pöbbinn með nokkrum vinum mínum hérna sem eru á öðru ári. Við erum að labba af stað og allt í einu bryja strákarnir tveir að syngja lag sem ég kannaðist bara allt of mikið við, ég heyrði ekki alveg hvað þeir voru að segja en ég var handviss að þetta væri lagið Á Sprengisandi og þegar ég heyrði þetta fór ég að pæla hvort þetta væri Breskt lag. Ég stoppa sönginn og spyr hvað þeir eru að syngja og þeir bara við erum að syngja íslenskt lag og við byrjum að syngja þetta saman....
Ég spyr þá svo hvers vegna þeir kunna þetta og hvar þeir lærðu þetta. Þeir höfðu lært þetta í skólanum þeir þurftu að læra
Vögguvísur og nota bene þá var íslensk stelpa sem seldi þeim að þetta væri íslensk vögguvísa.
Nú bara svona svo ég sé ekki ein í heiminum sem er að undra mig á því að einhver hafi kallað þetta vögguvísu þá eru hér brot úr textanum sem mér finnst engan vegin eiga heima í vögguvísu
Hér á reiki' er margur óhreinn andinn
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
þurran vill hún blóði væta góm,
Álfadrotting er að beisla gandinn,
ekki' er gott að verða' á hennar leið.
og svo er auðvitað bara málið þetta er ekki vögguvísa.
Leiter
Stella